Ríkisstjórn við dauðans dyr og aðeins af tuskum.

„Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem að koma böndum á efstu laun samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásmundur Einar sem uppskar mikið lófaklapp.

Annað hvort er Ásmundur Einar Daðason að skella fram innistæðum frösum til að fá jákvæð viðbrögð.

Eða hann er að meina það sem hann segir og þá er þessi ríkisstjórn dauð.

Sjálfstæðisflokkurinn, sjálfskipaður verndari ríka fólksins getur aldrei samþykkt hækkaða skatta á hátekjufólk.

Þar með er ríkisstjórin sprungin, en satt að segja hef ég meiri trú á innistæðuleysi yfirlýsinga ÁED.

Ekki hefur hreyst múkk í VG liðum enda eru þeir handbendi og undir stjórn Bjarna Ben.

Um það skrifaði Steinunn Ólína magnaða grein í tilefni kvennafrídags.

Hvers vegna í ósköpunum eru konur ekki að mótmæla ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, konu í forréttindastöðu, forsætisráðherra Íslands, sem er eins og tuska í höndunum á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Sér er nú hver fyrirmyndin fyrir stúlkur landsins. Hvað er fengið með því að hafa nú konu sem forsætisráðherra?

Forsætisráðherra fær það óþvegið á þessum merka degi.

Nú reynir á viðbrögð forsætisráðherra vegna yfirlýsinga samráðherra.

En satt að segja geri ég ekki ráð fyrir að þögnin ein ríki í forsætisráðuneytinu.

Eins og vanalega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband