10.10.2018 | 13:59
Vill umhverfisráðherra sitja áfram ?
Umhverfisráðherra núverandi ríkisstjórnar er hugsjónamaður, valinn í starfið utan þings.
Umhverfisráðherra Frakklands var af sama toga, hugsjónamaður sem valinn var sem slíkur. Hann hætti vegna óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfisráðherra.
Okkar umhverfisráðherra er hugsjónamaður sem áður starfaði hjá Landvernd.
Landvernd hefur nú mótmælt fiskeldifrumvarpinu sem er auðvitað sniðganga á kostnað náttúrunnar.
Ef núverandi umhverfisráðherra er sá hugsjónamaður sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera verður hann hættur fyrir vikulokin.
Nú reynir á hugsjónir og prinspip.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta það eina sem þú hefur til málanna að leggja Jón? Enga persónulega skoðun á sjókvíaeldi versus landeldi? Bendi á að í Þorlákshöfn er fyrirhugað 5000 tonna laxeldi upp á landi sem er að fara í umhverfismat. Þar hafa menn áhyggjur af seyrunni sem fellur til í kvíunum. Seyra sem fær óhindrað að menga nærumhverfi sjókvíanna á Vestfjörðum. Fyrst málið komst aftur á dagskrá finnst mér lélegt af umhverfissinnum að ræða það ekki hvaða kostir eru aðrir en sjóeldi án þess að blanda hagsmunum laxveiðiaðalsins sem ekki þarf að borga 500 milljóna virðisaukaskatt af sínum tekjum, inn í þá umræðu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2018 kl. 14:46
Eins og Geir Ágústsson bendir á í ágætri færslu um þetta mál má líkja því við það þegar menn tóku að grafa námur og byggja eiturspúandi verksmiðjur í árdaga iðnbyltingarinnar án þess að neitt væri skeytt um rétt annarra. Þeir höfðu ríkisvaldið með sér í liði rétt eins og þessi laxeldisfyrirtæki núna.
Það dapurlegasta er að sjá hvernig þessar viðkvæmu byggðir eru orðnar svo háðar þessum fyrirtækjum að fólk sem fyrir nokkrum árum lýsti Vestfirði stóriðjulausa er nú orðið helstu málsvarar fyrirtækjanna sem það fær nú upp á náð og misskunn að þræla hjá meðan gróðinn rennur úr landi.
En hvenær segja ráðherrar af sér hér á landi af pólitískum ástæðum? Hefur nokkur gert það nema Ögmundur á sínum tíma?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2018 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.