Harmagráturinn hafinn - gamlar lummur dregnar fram.

Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta.

Harmagráturinn er hafinn.

Framundan eru lausir kjarasamningar og næsta samningalota verður stór og tugir þúsunda launamanna eiga mikið undir að þar takist vel til

Eins og sjá má á grein sem ég festi hér við er grátkórinn í viðbragsstöðu og allt klárt í að sýna almennu verkafólki framá að kröfur þeirra séu þjóðhættulegar og setji land og þjóð á hliðina.

Gömul lumma sem allir þekkja.

Nú er svo komið að öll hálaunaelítan og stjórnmálamennirnir hafa skafið til sín milljaðra hækkanir og því ekkert eftir handa verkamanninum með 300.000 á mánuði.

Hækkanir elítunnar hafa legið á bilinu 30 - 45 % og þar eru ráðherrar fremstir í flokki.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra skilja hvorki upp né niður í því að horft sé til þeirra staðreynda sem blasir við öllum.

Jarðsamband þeirra er fullkomlega rofið.

Þær gömlu lummur sem dregnar eru fram í meðfyljandi grein gera ráð fyrir því að launahækkanir láglaunafólks séu hættulegar.

Væntanlega er sá sem ritar þann pistil ekki með 300 þúsund á mánuði heldur tilheyri þeim hópum sem þegar hafa náð sínu.

Kenningar hans um byltingu innan verkalýðshreyfingarinnar eru í besta falli bjánalegar, launafólk kýs sér þá forustu sem það vill en ekki eftir vilja vinnuveitenda og manna sem eru andstæðingar vinnandi fólks.

Að mati þessa greinarhöfundar á velsæld og framtíð þessa lands að byggja á því að fámenn yfirstétt velti sér upp úr peningum en hinir eiga að þiggja með þökkum þá mola sem hrjóta af borði hinna ríku.

Svona pistill eins og hér fylgir með ( linkað efst )er ekkert annað en ákall á stéttaskiptingu og óréttlæti.

Ömurlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kjararáð er (var) vandræðaskepna. Ástæðan er að ráðið hækkaði laun bara við og við, kannski á nokkurra ára fresti. Reyndin er hins vegar sú að yfir lengra tímabil hafa þeir sem falla undir Kjararáð ekki haldið í við almenna launaþróun. En, sumsé, vegna þess hvernig ráðið lét þessar hækkanir detta inn, var og er auðvelt fyrir alls kyns lýðskrumara að nýta sér það og sannfæra einfaldar sálir um að þeir sem falla undir ráðið hafi hækkað miklu meira en allir aðrir. En staðreyndin er að það hafa þeir alls ekki gert.

Staðreyndir skipta popúlistana hins vegar ósköp litlu máli.

Kannski Flugleiðir, sem eru með 30% hærri launakostnað en samkeppnisaðilar, þurfi bara að fara duglega á hausinn til að fólk átti sig á að launaþróun hér síðustu ár er alveg út úr korti.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.8.2018 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband