Akureyrarflugvöllur í gíslingu stjórnarflokkanna.

Litlar líkur eru á að nýr aðflugsbúnaður á Akureyrarflugvelli verði settur upp áður en millilandaflug hefst í vetur. Enn vantar meiri pening til að hefja framkvæmdir, sem er áætlað að taki um fjóra mánuði.

Ríkisstjórn íhaldsflokkanna þriggja hefur tekið um það afdráttalausa pólitíska ákvörðun að veita engu fé til Akureyrarflugvallar.

Engir peningar í flughlaðið, engir peningar í aðflugsbúnaðinn sem nauðsynlegur er talinn til að hingað sé hægt að stunda öruggt vetrarflug.

Áform ferðamálafyrirtækja á svæðinu eru í uppnámi og það skrifast þráðbeint á ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks og ekki síst VG.

Samgönguráðherra var búinn að lofa fé en það er auðvitað svikið.

Þingmenn stjórnarflokkanna í NA kjördæmi þegja þunnu hljóði, sumir þeirra hafa þó haft hátt við önnur tækifæri og aðra flugvelli.

Akureyrarflugvöllur er ekki á dagskrá.

Isavía hefur ákveðið að setja alla peninga í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, ekkert eftir fyrir Akureyri og Akureyrarflugvöll.

Það er stefna sem skrifast beint á stjórnarflokkana og þingmenn þeirra.

Svik við Norðurland, Akureyri og uppbyggingu á svæðinu.

Svei þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo hjartanlega sammála þér. Þarna er gullið tækifæri varðandi dreifingu ferðamanna látið fara forgörðum svo ekki sé minnst á öryggismál í millilandaflugi.

ALLIR þingmenn kjördæmisins ættun að láta málið til sín taka.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 2.8.2018 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband