25.5.2007 | 18:10
Ókeypis í Strætó.
Þetta er frábært framtak þessara nemenda í Hólabrekkuskóla. Þeir virðast hafa meiri skilning á málinu en stjórnmálamennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Það er skammtíma og skammsýnissjónarmið að halda að tekjur af Strætó, þ.e. krónurnar í kassann sem skipti öllu máli. Svo er ekki og þau atriði sem þeir benda á eru sum hver eimitt þau sjónarmið sem horft var á þegar strætó á Akureyri varð gjaldfrjáls.
1. Ef það væri ódýrara í Strætó þá mundi miklu fleiri ferðast með Strætó.
2. Okkur finnst sanngjarnt fargjald fyrir börn vera 20 30 krónur. Ef fargjaldið yrði lækkað þá mundu börn frekar taka strætó t.d. í skólann og á æfingar og í stað þess að foreldrar æki þeim.
3. Fargjald fyrir fullorðna ætti að vera 50 70 krónur. Þá mundi almenningur t.d. kennarar og fínt fólk nota strætó meira.
Ef þetta yrði gert þá mundi fleiri fólk nota strætó. Svifryksmengunin yrði minni því að bílaumferðin mundi minnka. Íslendingar mundu flytja inn færri bíla og skipaferðum mundi þess vegna fækka. Það er gott því skip menga líka. Það mundi líka verða minna slit á vegunum sem er ódýrara fyrir samfélagið.
Þótt við töpum á Strætó, þá fáum við svo margt annað í staðinn t.d. minni umferð, hreinna loft og líka færri slys.
Þetta er hluti þess sem börnin í Hólabrekkuskóla leggja til. Þetta eru hógværar kröfur og miðað við reynslu okkar hér á Akureyri standast þessar fullyrðingar mjög vel. Hér hefur farþegafjöldi nánast tvöfaldast og allir sjá og vita hversu hagræn áhrif slíkt hefur. Hver bílferð sem sparast telur. Sennilega væri hagkvæmast að hafa þetta alveg frítt. Þá sparst innheimtuhlutinn líka.
Það er frábært að sjá hversu víðsýn krakkarnir eru og ég held að stjórnvöld á höfuðborgarsvæðinu ættu að skoða þessi mál í fúlustu alvöru. Hagræn áhrif mælast ekki eingöngu í exelskjölum um tekjur og gjöld heldur spila þar inn ótal atriði sem verða augljós svo framarlega að menn hugsi vítt og meti málið í heild sinni.
Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála, frítt í alla vagna fyrir alla, ekki hægt að tapa á því þegar allt er tekið með.
Georg P Sveinbjörnsson, 25.5.2007 kl. 18:19
Ekki spurning. Frítt í strætó fyrir alla, ekki bara námsmenn. Hverjum datt í hug að velja bara einn tiltekinn hóp. Ótrúlega mikil skammsýni.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 25.5.2007 kl. 18:46
Sammála Jón Inga. Frítt í strætó væri gott. Hef líka skrifað um þetta á minni bloggsíðu.
Hörður Jónasson, 25.5.2007 kl. 23:19
Það er gaman að sjá að framtakið hjá krökkunum vekur viðbrögð. Þar sem málið er mér skillt gat ég ekki stilt mig um að senda inn eina færslu sem þú hefðir e.t.v. áhuga á að skoða.
Kjartan Sæmundsson, 26.5.2007 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.