Akureyri - hægri íhaldsbær ?

Meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og L-listans á Akureyri myndi falla ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins í morgun. Miðflokkurinn, sem hefur ekki kynnt neinn lista á Akureyri, myndi fá tæplega níu prósent.

Þá er fyrsta og kannski eina könnunin komin fyrir Akureyri.

Meirihlutinn fallinn sem er ekkert nýtt, meirihlutar hafa ekki haldið á Akureyri frá því formlega var farið að mynda meirihluta.

Helstu atriði þessar könnunar og vekja athygli er að afar fáir taka afstöðu og ekki margir hausar sem svara, það gerir könnunina ónákvæmari og hafa ber í huga að kannanir Fréttablaðsins fyrir Reykjavík eru úr takti við aðrar kannanir sem birst hafa. Sérstaklega hafa þær mælt Sjálfstæðisflokkinn hærri en aðra.

Gamli L-listinn er dauður.

Næstir á eftir Sjálfstæðisflokknum í fylgi er L-listinn.

Núverandi L-listi er ekki bæjarlisti með engar tengingar eins og Oddur gjarnan sagði og taldi hans helsta styrkleika.

L-listi dagsins í dag er samtíningur úr Bjartri framtíð og Viðreisn ásamt flóttamanni úr Sjálfstæðisflokknum.

Björt framtíð á fyrsta sætið, fyrrum áhrifamaður úr Sjálfstæðisflokknum vermir annað sætið og í því þriðja fyrrum varaþingmaður Viðreisnar. Loks í fjórða sæti má sjá einn af þessum gömlu og ómenguðu smile

L-listinn er ómengaður hægri flokkur með þessa samsetningu.

Síðan eru fjórir flokkar við 10% markið, reyndar einn þeirra ekki í framboði enn sem komið er.

Píratar sigla svo aðeins neðar.

En þetta er rétt að byrja og leitt ef það er rétt að eina skoðanakönnunin fyrir Akureyri birtist áður en nokkuð er komið í gang.

En þetta verður spennandi og kannski verður Akureyri í samfélagi íhaldflokka með þeim stjórnarháttum sem þekktir eru þar.

Vonandi ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband