Undirbýr Ásmundur félagsmálaráðherra afsögn ?

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hefur afboðað sig á opinn fund velferðarnefndar Alþingis á mánudaginn. Þetta var nefndinni tilkynnt áðan samkvæmt heimildum Stundarinnar og mun því fundurinn falla niður. Ásmundur sagði í viðtali við RÚV í gær að hann hlakkaði til að mæta á fundinn og fara yfir málið, en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út á mánudag.

Heitasta málið í stjórnmálunum í dag er meint lygi félagsmálaráðherra í málefnum Braga fyrrum forstöðumanns Barnahúss.

Í gær hlakkaði ráðherrann til að mæta á fund velferðarnefndar en í dag er hann hættur við.

Hvort hann þorir ekki eða hreinlega hann hefur áttað sig á mistökum sínum og hugleiði afsögn eins og sumir hafa krafist væri forvitnilegt að vita.

Ljóst er að hann hefur tekið U-beygju í málinu hvað sem veldur.

Ásmundur er frekar seinheppinn og mislukkaður þingmaður og ekki er ósennilegt að hann hafi lent á hálum ís í þessu viðkvæma máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ásmundur Einar Daðason gat ekki komið á þennan fund vegna þess að hann var bókaður annars staðar. Því var fundinum frestað um tvo daga.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.4.2018 kl. 19:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það mál er nú komið í heilan hring og ekkert að marka.

http://www.ruv.is/frett/segir-gogn-syna-fram-a-feluleik-radherra

Jón Ingi Cæsarsson, 29.4.2018 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband