28.2.2018 | 11:26
Akureyri og umhverfismálin.
( Vikudagur )
Núverandi bæjarfulltrúar ættu að stilla grobbinu í hóf að mínu mati.
Akureyrarbær stóð framarlega í umhverfismálum.
Var leiðandi í umræðunni þegar Staðardagskrá 21 var í gangi.
Akureyrarbær hafði metnað fyrir umhverfismálum og var með fyrstu sveitarfélögum að flokka og endurvinna þó svo hefði verið betra að stíga aðeins lengra þar.
En svo kom núverandi bæjarstjórn og tók til hendinni í umhverfismálunum.
Lagði niður sérstaka umhverfisnefnd og setti málaflokkinn í hornið hjá mannvirkjanefnd. Að setja umhverfismál og framkvæmd þeirrar stefnu í hendur verkfræðinganna og henda út hugsjónamönnunum er hreinlega galið.
Núverandi bæjarstjórn hefur fært umhverfismálin aftur um 20-30 ár og umræða um þennan málaflokk er í skötulíki.
Líklega þarf að dusta rykið af umræðunni um málaflokkinn í aðdraganda kosninga í vor.
Það er von mín að einhver flokkur hafi það á stefnuskrá sinni að endurreisa umhverfismálin á Akureyri og leiða þau út úr því öngstræti sem skammsýn bæjarstjórn síðustu ára hefur komið þeim.
Kannski sjáum við framboð sérstaks umhverfisflokks í framtíðinni, það gerist ef haldið verður áfram á þeirri braut sem við nú erum í bænum okkar.
Það þarf sannarlega að taka til hendinni og færa umræðu og framkvæmdir til nútímans.,
Lítum í kringum okkur og veltum því fyrir okkur hvort við erum kát með það sem við sjáum.,
Sumt er ágætt en allt of mikið er í vanhirðu og niðurníðslu, umræða um loftslagsmál og umferð er lítil sem engin. Margt fleira mætti nefna.
Sjáum hvað setur, kannski sjáum við fínar stefnuskrár þegar nær dregur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.