Oddviti Viðreisnar í Reykjavík ?

„Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“

Eyþór Arnalds og Guðlaugur Þór leika lykilhlutverk hreinsana í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.

Enginn efast um að Eyþór sparkaði Áslaugu Friðriksdóttur af listanum með bolabrögðum.

Áslaug var án vafa frjálslyndasti og víðsýnasti borgarfulltrúi flokksins á þessu kjörtímabili.

Hún þorði að hafa aðra skoðun ef flokkurinn í umdeildum málum, m.a. borgarlínu. Þess vegna fauk hún.

Nú er Áslaug í dauðafæri

Hún skuldar Eyþóri og flokknum ekki neitt, tvískinnungur og óheiðarleiki blasir við þegar ferlið er skoðað.

Viðreisn þarf konu í Reykjavík til að leiða lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og Eyþór Arnalds fengju laglega á snúðinn semjist um slíkt milli Viðreisnar og Áslaugar.

Áslaug virðist hafa töluvert fylgi, sennilega hjá víðsýnni Sjálfstæðismönnum.

Viðreisn er frjálslyndari hægri flokkur en íhaldið í Valhallaflokknum.

Kannski sjáum við eitthvað alveg nýtt og spennandi þegar kemur að uppgjöri milli hægri flokkanna í Reykjavíkurborg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Það er góð regla að hugsa fyrst og setja svo rökin á blað. Lesa svo kannski yfir og skoða rökrænt samhengi. - Hvernig falla aðrar breytingar að samsæri þeirra Eyþórs og Guðlaugs? Var Kjartan Magnússon sem sé of víðsýnn og frjálslyndur fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Af hverju bætirðu honum ekki við sem vonarstjörnu fyrir Þorgerði Katrínu? Þorgerði Katrínu sem nú er orðin hinn besti kostur!

Einar Sveinn Hálfdánarson, 24.2.2018 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband