Hreinsanir í Sjálfstæðisflokknum.

2018 sjálfstæðisfuglinnEyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis.

(visir.is)

Eyþór Arnalds ætlar að losa sig við alla eða sem flesta fyrrverandi borgarfulltrúa.

Hann ætlar sér að verða einráður allan hringinn enda er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna um fátt frambærilegur síðustu fjögur árin.

En hvernig svona hreinsanir fara í almenna Sjálfstæðismenn á eftir að koma í ljós, það er 15 manna valdaelíta sem hreinsar í samráði við fjárfestinn Eyþór Arnalds sem allir vita að hefur augastað á fjárfestingum í Reykjavík.

Hætt er við að margir Sjálfstæðismenn munu yfirgefa flokkinn og kjósa annað. Nú býðst þeim sá valkostur að kjósa Viðreisn sem margir hinna frjálslyndari gætu talið góðan kost.

Eyþór Arnalds er ekki þeirrar gerðar að hann sópi að sér fylgi hins almenna borgara í Reykjavík, hann er valdamógull og nýtur stuðnings Davíðs Odds og félaga. Það er ekki söluvæn staðreynd árið 2018.

Kannski eigum við eftir að sjá brottrekna borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á öðrum listum, hver veit.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist lægst 16% í könnun sem hvergi hefur birst og náði 29% í könnun Viðskiptablaðsins.

Það eru því sáralitlar líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum, sem listi valdaklíkunnar í flokknum.

Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband