30.1.2018 | 17:26
Verkalýðsfélög og innbyrðis deilur.
Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er þyrnum stráð og oft hefur baráttan verið erfið og vinnuveitendur ekki tilbúnir að gefa neitt eftir.
Smátt og smátt unnust réttindi og kjörin bötnuðu.
Auðvitað er langt í frá að þeir sem við lægstu laun búa hafi það gott.
Misskiptingin er allt of mikil og mikilvægt að samstaða og baráttuþrek verkalýðshreyfingarinnar sé sem mest.
Það er því sorglegt að sjá félaga sína eiga í persónulegu stríði innbyrðis meðan púkinn á fjósbitanum fitnar.
Hann nærist á ósamstöðu og innbyrðis deilum.
Við sem erum kjörnir til forustu fyrir félagsmenn okkar í verkalýðsfélögunum ber að hafa hag og kjör okkar umbjóðenda að leiðarljósi.
Það er okkar hlutverk að ná samstöðu og samvinnu við félaga okkar í öðrum stéttarfélögum.
Við erum sannarlega ekki kjörin til að eiga í persónulegum deilum innbyrðis, slíkt veikir félögin okkar og heildarsamtökin.
Ef ágreiningur er eða mismunandi sýn á verkefni á að leysa slíkt innan hreyfingarinnar og alls ekki bera slíkar deilur á torg.
Það veikir verkalýðshreyfinguna og það er ekki það sem forustumenn hennar voru kosnir til að gera.
Hlutverk verkalýðsfélaga er að vinna fyrir félagmsmenn sína og reyna allt sem hægt er til að bæta kaup og kjör.
Það hefst ekki ef blóðugar illdeilur skreyta síður fjölmiðla alla daga.
Stöndum saman og hættum illdeilum, það skapar sigrana en ekki ósamstaðan.
Við þurfum á allri okkar orku að halda í annað.
Þess vegna slíðra menn sverðin og fara að tala saman eins og siðaðra manna er háttur.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 819349
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lýðræði er eðlilegt og sjálfsagt og auðvitað er kosið milli manna.
En að standa í persónulegum illdeilum á alls ekki að sjást, kosningabarátta milli manna á að vera málefnaleg og studd rökum.
Það er eingöngu mál félaga í hverju verkalýðsfélagi fyrir sig að kjósa sér formann og stjórnarmenn, utanaðkomandi áróður frá öðrum á ekki að sjást.
Það kemur engum við nema félagsmönnum hverja þeir vilja kjósa til forustu í sínu stéttarfélagi.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.1.2018 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.