29.1.2018 | 13:03
Í boði Vinstri grænna - og fleiri.
Framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti á fundi í gær að hefja undirbúning að lokun göngudeildar SÁÁ. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum starfa þau nú eftir 100 milljóna króna niðurskurðaráætlun og er lokun göngudeildarinnar liður í þeirri áætlun. Engin framlög hafa komið frá ríkinu til göngudeilda SÁÁ síðastliðin þrjú ár, að því er segir í tilkynningunni.
Það á að loka göngudeild SÁÁ á Akureyri.
Ástæðan, niðurskurður fjárframlaga.
Niðurstaða stjórnar er að loka úti á landi og freista þess að halda opnu í Reykjavík.
Vont en skiljalegt þegar fjárveitingavaldið hefur sett SÁÁ í úlfakreppu.
Niðurskurður til SÁÁ er í boði ríkisstjórnarflokkanna og þar eiga Vinstri grænir mikinn þátt.
Uppbygging innviða, kjörorð þeirra verður hálfgerður brandari þegar þeir beita sér fyrir tugmilljóna niðurskurði til samtaka sem hafa mörgum bjargað.
Það væri gaman að sjá að þingmenn NA taki til vopna og komi í veg fyrir svona ósvinnu.
Á ekkert sérstaklega von á því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafi neinn sérstakan áhuga á að beita sér.
En ég brýni hina sem ekki eru bundnir á fjármálaklafa Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir það fyrsta Jón þá eru ríkisframlög til S.Á.Á ekki eyrnamerkt. Svo það er villandi að tala um að lokun göngudeildar á Akureyri sé stjórnmálamönnum að kenna (fjárveitingavaldinu)
S.Á.Á batteríið er komið dálítið langt frá því hugsjónastarfi sem það byggir á. Í raun er allt meðferðarstarf orðið að iðnaði þar sem hugsjónir hafa verið lagðar til hliðar en við tekið businessmodel hannað af rekstrarmönnum en ekki fagfólki. S.Á.Á réðst í allt of fjárfrekar framkvæmdir við stækkun Vogs það er ástæðan fyrir því að ekki er til fé til göngudeildar á Akureyri.
Þessar fréttir og fréttir af meðferðarstöðinni í Krýsuvík ættu að setja þrýsting á Alþingi um að úttekt verði gerð á rekstri meðferðaaðila og þeim skipaðir eftirlitsnefndir sem geti gripið inní ef út af bregður. Í raun hélt ég að menn hefðu lært eitthvað af Byrgis málinu en það virðist ekki vera
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.1.2018 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.