24.5.2007 | 22:16
Samgöngumálin í góðum höndum.
Kosningabaráttan hér í Norðausturkjördæmi einkenndist nokkuð að umræðu um samgöngumál. Þar bar hæst umræðu um Vaðlaheiðargöng, málefni Grímseyjarferju og lenging Akureyrarflugvallar. Kristján L Möller lagði mikla áherslu á þennan málaflokk í kosningabaráttunni og tók frumkvæði í umræðum um Vaðlaheiðargöng.
Ég er afar ánægðu með að samgöngumál komu í hlut Samfylkingarinnar og það er lítið launungarmál að kjördæmið hér hefur liðið fyrir forgangsröðun og stjórnun í því ráðuneyti lengi. Skemmst er að minnast niðurskurðar fjárframlaga til Akureyrarflugvallar og margir muna enn frestun Héðinsfjarðarganga strax eftir kosningar 2003. Fráfarandi samgönguráðherra verður seint sakaður um að hygla Norðausturjördæmi og ekki var hann að spreða mikið í vegi á Vestfjörðum.
Ekki má gleyma að nefna furðuleg kaup Vegagerðarinnar á Grímseyjarferju og ég treysti Kristjáni L manna best að velta við þeim steinum sem þar eru og líta eftir því sem þar er á ferðinni. Ekki veit ég hvað gert verður við það hró sem glannalegir menn kalla skip.
Til hamingju Kristján L Möller... það er verk að vinna og þar veit ég að þú munt taka á því..
Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristján Möller er sýnist mér nátengdur Ragnari Reykás. Fyrsta daginn sem hann er samgönguráðherra, kannast hann ekkert við að ætla að berjast fyrir og koma Vaðlaheiðagöngum á koppinn. Kosningaloforðið var "Vaðlaheiða göng strax og það gjaldfrjáls"! Ég bara trúi því ekki að hann ætli að svíkja það á sinni fyrstu viku sem samgönguráðherra. Þá segi ég nú bara prump og pú, Kristján Möller.
Brattur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:49
Kristján Möller hefur verið sem þingmaður mikill áhugamaður um samgöngumál og byggðamál. Hann hefur vakið máls á ýmsu sem betur má fara í samgöngumálum kjördæmisins.
Reynsla hans og áhugasvið gera hann að fyrsta valkosti úr röðum Samfylkingarinnar í samgöngumálin. Og nú er verið að færa málefni sveitarfélaga yfir til samgönguráðuneytis líka.
Undirritaður býr á Seyðisfirði. Við búum hérna aðlveg við álverið og uppganginn sem er hér í kringum okkur. En þessi tækifæri skila sér sáralítið til okkar. Vegna ótryggra samganga um Fjarðarheiði hefur fólk sem er að flytja inn á svæðið ekki litið til Seyðisfjarðar.
Hingað siglir bílferjan Norröna. Hún kemur hingað vikulega allt árið. Ferðamannastraumur er alltaf að aukast með þessari ferju. En þetta fólk sem sumt hefur varla séð snjó áður þarf að byrja ferð sína á að keyra yfir Fjarðarheiði. Það er ekki gott.
Mér fannst að fyrrverandi samgönguráðherra, væri tregur til að sýna samgöngubótum á Austurlandi skilning, og mig býður í grun að þá hafi hann haft í huga að hér væru næg störf og tækifæri og Austurland hefði ekki þörf á bættum samgöngum. Þetta er ekki rétt hjá Sturlu. Til að mynda vaxtarsvæði sem ætlað er að eflast sem heild þurfa samgöngur að vera í lagi.
Það eru mörg verkefni á sviði samgönguráðherra sem þarf að huga að á allra næstu árum. Sum þessara eru í kjördæmi ráðherrans. Svokölluð samgöng eru langbrýnasta hagsmunamál Austurlands.
Nú er talað um að brýnt sé að gera Vaðlaheiðargöng með tillti til væntanlegs álvers á Húsavík. Ég get alveg tekið undir það.
Á sama hátt hefði í raun og veru átt að gera þessi Samgöng Austurlands áður en álversframkvæmdinni lauk.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.