Stjórnmálamennirnir að drepa Landhelgisgæsluna ?

Sam­kvæmt fjár­auka­lög­um sem Alþingi samþykkti und­ir lok nýliðins árs voru fram­lög til Land­helg­is­gæsl­unn­ar lækkuð um 61,4 millj­ón­ir fyr­ir árið 2017 vegna breyttra geng­is­for­sendna. Og sam­kvæmt fjár­lög­um árs­ins 2018 lækka fram­lög til rekstr­ar LHG um 20,2 millj­ón­ir króna á milli ára.

Fjárframlög til Landhelgisgæsluna lækka um tugi milljóna á milli ára.

Til að halda sjó þarf gæslan að leigja helstu öryggistæki þjóðarinnar til útlanda.

Eins og allir vita nema þingmenn þá virka öryggistæki sem leigð eru til útlanda ekki hér heima.

Það er forkastanlegt að keyptar séu flugvélar og þyrlur til landsins til að sinna öryggisgæslu og síðan þarf að leigja þær til útlanda vegna fjárskorts.

Voru ekki einhverjir að tala um að efla innviði, þetta er sannarlega eitt af því sem þarf að efla eins og dæmin sýna undanfarin misseri.

Ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis er mikil og ef þessu heldur fram sem horfir þá verður Landhelgisgæslan gagnslaus, með tækin sín í leigu úti um heim.

Það er allt of margt á brauðfótum í innviðum Íslands, það er stefna stjórnmálamanna sem gerir það að verkum að okkar helstu öryggistæki þarf að leigja.

Og svo eru almannavarnir drifnar áfram af sjálfboðaliðum og flugeldasölu.

Það er eitthvað stórkostlegt að á Íslandi þegar kemur að öryggismálum.


mbl.is Þyrla mögulega leigð til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband