5.1.2018 | 19:34
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í ruglinu.
( ruv.is )
Fréttatímar fjölmiðla eru fullir af fréttum af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, flestir þeirra virðast vera í umtalsverðum ímyndarvanda og embættisfærslur þeirra margra dregnar í efa af sérfræðingum.
Bjarni Benediktsson er til umfjöllunnar vegna meints fjármálamisferlis sér til handa og ættinga sinna. Lögbann sem stöðvaði umfjöllun og Bjarna er nú til umfjöllunar fyrir dómsstólum. Það lögbann jók á grunsemdir og margir bíða nú eftir því hvar þar er falið.
Sigríður dómsmálaráherra sekkur dýpra og dýpra í fenið og er ítrekað staðin að röngum fullyrðingum og hreinni vitleysu. Síðast var fjallað um slíkt í fréttum í kvöld.
Guðlaugur Þór hefur opinberað það fyrir þjóðinni að hann hefur takmarkað vit á að leysa dómsmálaráðherra af í dómaraskipunum. Sérfræðingar telja hann algjörlega úti á túni með afskiptum sínum af óháðri valnefnd. Sennilega er hann búinn að gera sig vanhæfan með óhugsuðum ummælum og umræðu.
Kristján Þór verður alltaf í vandræðum með Samherja og vinskap sinn við áhrifamestu útgerðarmenn landsins. Hann mun alltaf verða á mörkum vanhæfis þegar kemur að málum sem varða Samherja og þeir ráða flestu í þessari atvinnugrein.
Eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem siglir nokkuð lygnan sjá er Þórdís Kolbrún Gylfadóttir. Það man varla nokkur maður eftir henni í ríkisstjórn og þar af leiðandi ekki í sömu stöðu og aðrir ráðherrar flokksins sem eru í daglegri umfjöllun vegna ýmiskonar vandræða.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.