Ungversk - pólska leið Sjálfstæðisflokksins.

2018 voginLögð er áhersla á það í svar­bréfi hæfis­nefnd­ar um um­sókn­ir um embætti fjög­urra héraðsdóm­ara til Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, setts dóms­málaráðherra, að nefnd­in sé sjálf­stæð stjórn­sýslu­nefnd sem lúti ekki boðvaldi ráðherra. Svar­bréfið hef­ur verið birt á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins en und­ir það rit­ar Jakob Möller, formaður nefnd­ar­inn­ar.

Sjálfstæðisflokkurinn er í leiðangri.

Hann er að taka pólsk - ungversku leiðina í dómsmálin.

Stjórnmálamenn þar og hér ætla sér að auka áhrif stjórnmála á dómsmálin.

Dómsmálaráðherra er dæmdur sakamaður í fyrir inngrip sitt í dómsmálin og settur dómsmálaráðherra gerir sig breiðan og ybbar gogg við lögskipaðar nefndir.

Þróun sem kennd er við hægri öfgar og ekki fer á milli mála að líkindi má sjá með athöfnum sjálfstæðismanna og hægri kollega þeirra í Póllandi og Ungverjalandi.

Evrópusambandið grípur að líkindum til örþrifaráða gegn Póllandi í dag. Eftir nokkurra mánaða viðvaranir er talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virki sjöundu grein Evrópusáttmálans vegna inngrips pólskra stjórnvalda í dómskerfi landsins.

(ruv.is )

Svo rammt kveður að því það að Pólland er komið á svartan lista hjá siðmentuðum Evrópuþjóðum.

Við erum kannski á leiðinni þangað ef Sjálfstæðisflokkurinn ræður för.

Ekki stöðva viðhlægendur þeirra í Vinstri grænum þessa þróun.

Brosa bara og eru góð.

 


mbl.is Lýtur ekki boðvaldi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ráðherra sem skipar dómara, ekki nefndin. Hann getur farið eftir tillögu nefndarinnar eða lagt til við þingið að vikið verði frá henni. Þyki honum skorta á rökstuðning nefndarinnar er auðvitað ekki nema sjálfsagt að hann kalli eftir skýrari rökstuðningi.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2018 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband