30.11.2017 | 20:21
Vanhæfur umhverfisráðherra ?
VG leysti innnanhúsvandamál sín með að kalla til ráðherra utan þings.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson mikill baráttumaður fyrir náttúru Íslands verður umhverfisráðherra.
Það er í sjálfu sér mikið ánægjuefni fyrir þá sem vilja berjast fyrir góðum málum á því sviði.
Katrín Jakobsdóttir virðist hafa kallað hann til leiks í miklu hraði, kannski án þess að hugsa mál til enda.
Það kom fram í Kastljósi að þáttarstjórnandi nefndi þann möguleika að nýr umhverfisráðherra gæti verið vanhæfur þegar kæmi að því að fjalla um mörg og stór mál sem bíða þess að verða leidd til lykta.
Guðmundur Ingi var auðvitað starfandi hjá samtökum sem hafa verið mjög árásargjörn og höfðað fjölda mála gegn ríkinu, því sama ríki og hann nú að að verja og starfa fyrir.
Það verður fróðlegt að sjá hvar vanhæfilínan verður dregin þegar kemur að því að árekstrar verða.
Kannski voru það mistök í tímaþröng að stökkva á kost sem virtist góður en gæti verið laskaður vegna fyrri starfa.
Þá hefði verið betra að taka þingmenn sem voru tiltækir í þetta verkefni frekar en reyna að sleppa af króknum.
Ari Trausti og Lilja Rafney voru klár í slaginn.
Katrín bara vildi þau ekki.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún hefði átt að biðja Björt að sitja áfram.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2017 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.