Að mestu óþarfar ?

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að áhyggjur af brottkasti á Íslandsmiðum séu að mestu óþarfar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Heiðrúnu í kjölfar umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kveik í gærkvöld. Í yfirlýsingu segir að það sé miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýti auðlindina; sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra.

( ruv.is )

Í gærkvöldi var RÚV með sláandi þátt um brottkast.

Ekki ofsögum sagt að þar koma fram hrollvekjandi upplýsingar.

Sterkast fannst mér að sjá og heyra hvað eftirlitsstofnanir eru máttlausar og vanbúnar að takast á við vandann.

Fiskistofa virðist lömuð stofnun þegar kemur að því að taka á málum.

Einhversstaðar vakir verndandi hönd yfir lögbrotunum.

Svo mætir fulltrúi sjálvarútvegsfyrirtækjanna í fjölmiðla, bara svona rétt í kjölfar þáttarins með yfirlýsingu.

Áhyggjur af brottkasti eru að MESTU óþarfar hvað sem það nú þýðir.

Ósvífni og siðleysi  -  JÁ.

En hagsmunaaðilar í sjávartúvegi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur.

Vinstri grænir hafa tekið það að sér að tryggja að flokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá áfram að stunda hagsmunagæslu fyrir þá sem mesta peninga setja í flokksstarfið hjá þeim.

Ráðuneyti sjávarútvegs er frátekið fyrir annan hvorn þeirra.

Til lukku VG, sennilega er þetta að hugsa um þjóðarhag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband