Sjálfstæðisformaðurinn átti ummæli kvöldins.

„Það er eitt sem kosningar snúast um fyrst og fremst og það er að fá fylgi – og við fengum mest fylgi,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í ræðu sinni á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Grand Hótel skömmu eftir miðnætti. „Við erum að vinna þessar kosningar.“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokkins átti án vafa ummæli eftir kosningar.

"Við erum að vinna þessar kosningar"

Ekki annað hægt að segja að formaðurinn var borubrattur og hress.

Aftur á móti var niðurstaðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi, fór úr 29% í rúmlega 25% og missti 5 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn var með 21 þingmann en þegar talningu lauk og upp var staðið var þingflokkur Sjálfstæðisflokksin 16 þingmenn sem er æði hátt prósentutap þingmanna.

Sjálfstæðisflokkurinn er auk þess með afar lágt hlutfall kvenna því þeim hafði verið úthlutað þingsætum sem óneitanlega voru á hættusvæði.

Það sem formaðurinn kallaði SIGUR  er ein slakasta útkoma flokksins frá stofnun.

Minnst hefur flokkurinn fengið 23,7% sem var 2009 eftir hrunið.

Það verður að telja formanninum til tekna að bera sig vel, að kalla þessi úrslit sigur er bara skemmtileg.

En kannski er alvara Bjarna Benediktssonar að hann sem formaður Sjálfstæðisflokksins tapaði ríkisstjórn út úr höndunum á sér og í framhaldi af því tapar hann góðum hluta þingflokksins.

Hann kannski kallar það sigur, en ekki er alveg víst að miðstjórnin þeirra sé honum sammála.

Að flokkurinn tapar og tapar kannski völdum er fyrst og fremst vegna persónulegra mála formannsins og í gamla daga var það ekki fyrirgefið eins og sagan sýnir.

Ef til vill eru dagar BB taldir í formannsstól, ef ekki þá eru breyttir tímar í Sjálfstæðisflokkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Í alvöru, þá held ég að xd sé ekkert óánægður með þetta fylgi, 25% +- 2-3 þingfólk. Eru stærstir, jafnvel nðstu árin þar til annað kemur í ljós. En svakalega er fólk bilað, sem hefur geð í sér að kjósa yfir sig sérhagsmuni, afturhaldssemi, einkavinavæðingu name it. Svo þeir sem kjósa SDG, þeir hljóta að hafa verið í miðjum Amason síðustu 5 árin, fluttir á kjörstað án þess að vita nokkurn skapaðan hlut hvað hafi gengið á síðustu 5 árin. Hvers eiga íslendingar að gjalda á endanum?

Jónas Ómar Snorrason, 29.10.2017 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband