NA kjördæmi - athyglisverðar niðurstöður.

22688782_10154807021462260_4844706698719327497_nBirtar eru niðurstöður úr könnun Félagsvísindastofnunar sundurliðað á kjördæmi.

Þar ber að líta nokkuð áhugaverðar niðurstöður í NA kjördæmi.

Fjórir flokkar virðast víðsfjarri því að fá mann kjörinn.

Viðreisn, Flokkur fólksins, Píratar og Björt framtíð.

Enginn þessara flokka nær 3% og virðist sem fylgi Viðreisnar og Pírata hafi horfið. Flokkur fólksins er nærri því sem var síðast og langt úti og BF náði ekki kjöri.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapa mönnum.

Sjálfstæðisflokkurinn siglir lygnan sjó með tvo og Framsókn virðst langt frá því að ná öðrum manni.

Baráttan stendur því milli þriðja manns VG, annars manns SDG og annars manns jafnaðarmanna í Samfylkingunni.

Það er afar mikilvægt að jafnaðarmenn nái vopnum sínum og fái góða kosningu.

Það er lykill að myndun félagshyggjustjórnar frá miðju til vinstri.

Gríðarlega öflugur frambjóðandi X-S, Albertína Friðbjörg, NA kjördæmi er í öðru sæti.

Til að hún nái kjöri er mikilvægt að allir jafnaðarmenn í NA kjördæmi mæti á kjörstað og kjósi X-S.

Möguleikarnir á því eru þó nokkrir en langt frá því að vera öruggir

Kjörsókn var frekar léleg síðast en mikilvægt er að hún verði góð til að árangur náist.

Skora því á alla jafnaðarmenn sem vilja breytingar í þjóðfélaginu að mæta á kjörstað þann 28. okt og setja X við S

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband