22.10.2017 | 19:11
Sjálfstæðisflokkur á brauðfótum.
Ótrúlega holur hljómur í þessum málflutningi frá Katrínu Jakobsdóttur, sem sat í vinstri stjórninni, og þú spyrð: Hvers er að vænta frá vinstri stjórn? Og við áttum vinstri stjórn hér fyrir nokkrum árum síðan. Skapaði hún mikla sátt um Evrópusambandsferlið? Var það vel til þess fallið að sundra ekki þjóðinni, að leggja af stað í þann leiðangur? spurði Bjarni Benediktsson.
( BB um vinstri stjórnina 2009-13.)
Kjósum festu og öryggi, segir Sjálfstæðisflokkurinn.
Kjósum skattalækkanir, segir Sjálfstæðisflokkurinn.
Margt fleira mætti telja til.
Nokkuð ljóst þegar rýnt er í sögu síðustu 20 ára er Sjálfstæðisflokkurinn að ræða eitthvað allt annað en eigið skinn.
Festa og öryggi ?
Síðast myndaði Sjálfstæðisflokkurinn ríkisstjórn sem hélt heilt kjörtímabil árið 2003.
Það eru 14 ár síðan.
Allar ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að síðan hafa lagt upp laupana fyrr, sumar löngu fyrr.
Seint mundi það kallast festa og öryggi.
Skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins eru svo hitt málið sem þeir guma af.
Einhver glöggur gerði mynd sem sínir þá fullyrðingu ágætlega.
Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd skattahækkunarflokkur. Lækkanir þeirra á sköttum snúast að sértækum breytingum fyrir valda hópa.
Sjálfstæðisflokkurinn var kannski flokkur festu og öryggis einu sinni.
Það er löngu liðin tíð, nú er hann hagsmunabandalag útvalinna stétta í atvinnulífinu og skjaldborg þeirra sem mest eiga í þjóðfélaginu.
Þeirra tíð er liðin að mestu, valdaflokkurinn sem einu sinni mældist með 40-50% fylgi í landsmálum og 65% í Reykjavík er horfinn. Í stað hans er Sjálfstæðisflokkurinn með fjórðungsfylgi á góðum degi og fer það jafnt og þétt lækkandi.
Fullyrðingar um festu og öryggi eru í besta falli fyndnar.
Hægri íhaldsflokkar í Evrópu eru gjarnan á þessu róli, gamla íhaldið með sín 40% er söguleg geymd.
Boðskapurinn nær enn til valinna hagsmunahópa en allur almenningur fellir sig ekki við þá vondu hægri stefnu sem flokkurinn stendur fyrir.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er búið hjá Bjarna Ben, “he crossed the line.” Græðgi og óheiðarleiki gerðu hann að “apaketti” peninga. Gerðu hann að ríkisbubba með stolið fé í skattaskjóli á aflandseyjum, sem lét sig dreyma um luxus íbúð í Florida með “truflað” útsýni. Vanþroska kid sem veit ekki hvað orðið “quality” merkir. Vegna hans er þjóðin orðin aðhlátursefni víða um heim. Við sem búum erlendis kunnum ekki að meta slíkt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2017 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.