Flokkur fólksins á útleið, Viðreisn inni.

Viðreisn myndi fá þrjá menn kjörna á þing ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkur fólksins tapar hins vegar fylgi milli kannana og myndi ekki fá kjörna menn.

Enn ein könnunin lítur dagsins ljós.

Einhvernvegin finnst mér könnun Fréttablaðsins vera ótrúverðug.

Afar lágt svarhlutfall og fáir sem svara.

Samt er í henni þessi sama tilhneigin og sést hefur síðstu daga.

Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í 22-23% og hefur verið það nánast alltaf í þessari könnun að undanförnu.

Miðflokkurinn mælist nokkuð hátt en Framsókn lágt en samt eru þessir tveir Framsóknarflokkar með um 19% fylgi sem er afar sérkennilegt.

Svona mun þetta ekki enda.

Miðflokkurinn er líklega að hreinsa allt fylgi af Flokki fólksins sem er að hrynja niður upp á síðkastið. Líklega mun þetta framboð ekki ná mönnum á þing, kæmi mér allavegana á óvart.

Viðreisn slefar inn en tilfinningin er að þetta hafi verið snöggur púls vegna formannsskiptanna og þetta eigi eftir að síga á ný.

Vg er aðeins að síga. Úr 29,9% í 27%

Samfylkingin bætir við sig frá þeirri síðustu, úr 8,3% í 10,4%

Píratar síga uppávið... 8,5% í 10,0%

Enn stefnir allt í slakt gengi Sjálfstæðisflokksins og gott gengi VG.

Það er boðskapurinn í þessari ónákvæmu könnun.

Það verður fróðlegt að sjá hvað valdbeiting sýslumanns Sjálfstæðisflokksins gerir, kannki halda þeir bara áfram að vera með sín 22%

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband