17.10.2017 | 10:05
Sýslumaðurinn og FLOKKURINN
Hverra erinda gengur sýslumaðurinn í Reykjavík ?
Kannski er það bara tilviljun að hann sé fyrrum frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og ráðamaður í innsta hring.
Kannski er það bara heppni að hann er sýslumaður í Reykjavík, hefur ekkert með flokkinn á gera ?
Kannski skuldar hann einhverjum greiða ?
Hvað sem öðru líður er hann langt úti á túni í þessari ákvörðun.
Hann er að brjóta gróflega gegn stjórnarskránni hvað varðar tjáningafrelsið.
Ef hann er að taka hagsmuni ráðamanna í FLOKKNUM framyfir stjórnarskrána er hann kominn í slæma stöðu.
Hann hefur með þessu rýrt álit landsins á alþjóðavettvangi, þar sem við megum illa við því að umræða um mannréttindi blossi upp að nýju.
Er Ísland bananalýðveldi þegar kemur að þöggun og leyndarhyggju ráðamanna?
Er Ísland bananalýðveldi þar sem stjórnmálamenn halda áfram sama hvað á dynur?
Þetta er sorgardagar í sögu þjóðar og allt fyrir FLOKKINN:
Fordæma lögbann sýslumanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Ísland bananalýðveldi þegar kemur að þöggun og leyndarhyggju ráðamanna?
Já. Steingrímur og Jóhanna bjuggu svo um hnútana að allt er lokað í 110 ár..
Frábært ekki satt.?
Er Ísland bananalýðveldi þar sem stjórnmálamenn halda áfram sama hvað á dynur?
Já. Steingrímur sá til þess að vogunarsjóðir fengu skotleyfi á heimilin í landinu
með aðstoð ólaga Árna Páls. Þúsundir þurftu að yfirgefa landið vegna þeirra aðgerða.
Svo má ekki gleyma þeim milljörðum sem Steingrímur sóaði vegna dómgreyndarleysis.
Steingrímur er ennþá á þingi í skjóli 199 atkvæða.
Frábært ekki satt.?
Það er sorgardagur fyrir þjóðina ef vinstri stjórn kemst hér á aftur.
Venuzuela er eitt besta dæmið hvernig fer þegar sósílaistar komast til valda.
Allt í kalda koli hjá þjóð sem hafði allt til alls áður ein sósíalistar lug
sig inn.
Nú gengur vel hér á Íslandi og þá á að splundra því með helvítis fokking fokk og kjaftæði
sem skiptir þjóðina ákkurat engvu máli núna.
Allt gert til að svíkja sig inn á þing eins og vinstri manna er siður.
Aldrei hægt að ræða eitthvað málefnalegt og hvað og hvernig á að gera
hlutina til að tryggja hér áframhaldandi hagsæld. Bara skítkast og
níðingsskapur af verstu sort er þeirra eðli. Ekkert málefnalegt.
Bara níða niður andstæðinga. Allt gert til þess eins að blinda almenning fyrir
því hvað raunverulega bíður bíður ef sósílistar komast að.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.10.2017 kl. 11:39
Hvernig væri að rifja upp mál Vilhjálms Þorsteinssonar, Árna Þors Sigurðssonar og Össurar Valdemarssonar í þessu samhengi? Það væri rökrænna heldur en að standa í smíði vitfirrtra samsæriskenninga.
Það hafa fleiri vinstrimenn verið bendlaðir við vafasama viðskiptagerninga en nokkurntíman á hægri vængnum og Vilhjálmur er svo aðaleigandi þeirra fjölmiðla sem standa að baki þessum árásum á Bjarna.
Þú ert annars sá siðferðislega vafasamasti skríbent í bloggheimum að mínu mati, svo rangeyður af öfund og hatri að öll rökhugsun er gersamlega fokin út í veður og vind.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2017 kl. 11:53
Össur Skarphéðinsson átti þetta að vera.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2017 kl. 12:07
Menn ríða hér fram á ritvöllinn og segja " bara skítkast og níðingsskapur". Bíddu nú hægur kallinn minn það fer þér ekki vel að vera að kasta steinum úr glerhúsi. Það má rannsaka gjörðir stjórnar Jóhönnu Sig og örugglega margt ljótt sem kemur fram. Og það má þá alveg draga fólk fyrir dom (eða Landsdóm). En við skulum líka muna orð fyrrverandi Fjármálaráðherra (Árni Matt) sem sagði að hann hafi ekki verið viss um að geta komist á fund Alþjóða gjaldeyrssjóðsins á sínum tíma því að það hafi ekki verið til peningar. Hræið sem jóhanna og Co tók við ver ekki beisið og síðan talar þú Sigurður Kristján Hjaltested eins og her hafi allt verið í blooming business. Vá einn vankaður.
Jón Steinar við skulum rifja upp hvað þeir félagar Árni Þór og Össur náðu að sleppa cel. Skyldu þeir ekki nota sama skíratrikkið og BB "það gátu allir séð hvað var að gerast". Það þarf að rannsaka öll þessi mál en því miður er samtryggingin á Alþingi svo mikil að það er borin von að það verði gert.
thin (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 12:57
Enn eitt atriðið á löngum lista yfir þær þúsundir mannréttindabrota sem sýslumenn landsins hafa framið um langt árabil.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 18:52
Það er ekki sýslumaðurinn sem krefst lögbanns. Það er heldur ekki sýslumaðurinn sem afgreiðir slíkar kröfur heldur lögfræðingar hjá embættinu. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögbann er lagt við birtingu svona gagna. Það er sjálfsagt að vera andvígur því að þetta sé gert, en einstaklega kjánalegt að ímynda sér að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi haft eitthvað með það að gera. Það sér hver heilvita maður að lögbannið skaðar flokkinn. Hefði það ekki verið sett hefði sorpritið bara haldið áfram að birta gamlar og innihaldslausar fréttir um BB og enginn tekið eftir því nema þeir sem aldrei myndu kjósa XD hvort eð er.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2017 kl. 00:07
Sýslumaður ber ábyrgð á fulltrúum sínum sem yfirmaður þeirra. Þegar talað er um "sýslumann" í almennri merkingu er venjulega átt við embættið sem slíkt og þar með talda fulltrúa þess, en ekki þær persónur sem gegna þeim embættum. Enda er það ekki persónulegt þó einhvern kunni að greina á um lögmæti embættisverka þeirra heldur snýst það um réttaröryggi. Þeir sem fara með opinbert vald verða að sætta sig við gagnrýni ef verk þeirra verða umdeild hvort þeim sjálfum finnst gagnrýnin réttmæt eða ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2017 kl. 00:45
Hér er verið að staðhæfa að sýslumaðurinn sjálfur hafi sett lögbannið til að þóknast einhverjum flokksfélögum sínum. Augljóst að ekki er verið að tala um embættið, enda getur það nú tæpast verið "fyrrum frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins" eða hvað? Ég myndi láta það vera, Guðmundur, að reyna að bera í bætifláka fyrir svona dómadags rugl.
Þorsteinn Siglaugsson, 20.10.2017 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.