Mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn sé fjarri valdastólum.

2017 bb..Á síðustu átta árum hafa þrjár rík­is­stjórn­ir sprungið vegna ágrein­ings sam­starfs­flokka áður en kjör­tíma­bil­inu er lokið. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur átt aðild að þeim öll­um

Bjarni Benediksson lagði á það áherslu að mikilvægt væri að gamlir og rótgrónir flokkar héldu í valdataumana.

Saga Sjálfstæðisflokksins sýnir okkur að þessi fullyrðing stenst enga skoðun.

Flokkurinn hefur ekki náð að halda út heilt kjörtímabil síðan á árunum 2003 - 2007. Þá hafði hann verið í stjórn með Framsóknarflokknum frá 1995 eða í 12 ár. Þau ár notuðu þessir illræmdu hægri flokkar til að undirbyggja og framkvæma mestu fjármagnsflutninga frá landsmönnum til valinna gæðinga. Einkavæðingartímabilið er líklega undirrót þess óstöðugleika sem við höfum orðið vitni að síðan þá.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sprakk vegna hrunsins 2009. Ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins sprakk 2016 vegna Panamaskjalanna. Auðsöfnun auðmanna í skattaskjólum er líka afurð stefnumótunnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í þau 12 ár sem þeir sátu.

Nú sprakk enn ein ríkisstjórn með Sjálfstæðiflokkinn innanborðs. Sú stjórn bar reyndar feigðina með sér frá fyrsta degi.

Þó BB og forusta Sjálfstæðisflokksins reyni að kenna " smáflokkum " um fall þessarar stjórnar sjá allir aðrir að fallið má rekja beint til gjörninga Sjálfstæðismanna og ýmsu þeim tengt. Það endist enginn í kúgunarumhverfi þar sem sá stóri matreiðir í þá því sem má gera og segja. Allavegana ekki mjög lengi.

Hroki ráðherra og forustu Sjálfstæðisflokksins hrakti " smáflokkana " til að slíta og það hlaut að enda þannig ef snefill af sjálfsvirðingu væri þar með í för.

En eins og vanalega sjá þeir enga sök hjá sér. Enginn auðmýkt, engin samviska, engin sjálfsrýni. Þetta er bara hinum að kenna.

Þess vegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái lítið fylgi og verði utan stjórna næstu árin.

Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs er ekki á vetur setjandi, hún mun falla áður en kjörtímabilinu lýkur.

Þannig verður það þangað til þeir átta sig á að fólkið í landinu vill ekki stjórnmálmenn sem virða mannlegar tilfinningar, skilning á lífskilyrðum fátækra og öryrkja, og síðst en ekki síðst skilning á barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna. Þeim hefur líka verið fyrirmunað að virða lýðræðislegar niðurstöður sbr. stjórnarskrármálin og mikilvægi þess að standa við loforð um þjóðaratkvæði í viðkvæmum málum.

Fólki í landinu upplifir flokkinn sem samansafn af svikahröppum.

Nú er kominn tími á langt frí fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá kannski átta þeir sig á sínum hluta af óstöðugleika og óöryggi síðustu 10 ára.


mbl.is Aftur tími óstöðugleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í rauninni ætti ríkisstjórn á hverjum tíma helst alltaf að vera miðjustjórn. Það er betra til að tryggja stöðugleika en að stjórnir með mjög ólíkar áherslur skiptist á með tilheyrandi stefnubreytingu á fjögurra ára fresti. Stjórnmálaviðhorf kjósenda skiptast nokkurn veginn jafnt milli hægri og vinstri. Því væri kannski heppilegast að VG og Sjálfstæðisflokkur kæmu sér saman um ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar. Tækist að miðla þannig málum að slík stjórn yrði möguleg mætti reikna með að hún yrði nokkuð góð enda báðir flokkar rótgrónir, með tiltölulega skýra stefnu og góða þingreynslu.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2017 kl. 14:06

2 Smámynd: Hrossabrestur

Er eitthvað annað skárra í boði?

Hrossabrestur, 17.9.2017 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband