20.000 kallinn.

mynd„Það munar auðvitað mjög miklu fyrir einstakling sem er ekki með nema 280 þúsund krónur á mánuði að fá 20 þúsund krónur í viðbót,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Kastljósi í kvöld aðspurður um hækkun á lífeyri til fólks sem býr eitt upp í 300 þúsund krónur. „Það er enginn sem telur að það séu einhverjir smápeningar ef menn eru ekki með meira heldur en þetta, þannig að við verðum að horfa á þetta í því samhengi. Sem betur fer er stærstur hluti með stærri fjárhæðir."

( ruv.is )

Fjármálaráðherra átti stórleik í Ruv í gærkvöldi.

Fátæka fólkið fékk 20.000 krónu hækkun ( brúttó ) og auðvitað munaði það heilmikið um þetta rausnarlega framlag frá ríkisstjórn auðmannanna.

Maðurinn með tvær milljónir ( ráðherrann ) var að útskýra það fyrir láglaunafólkinu að í þessu 20.000 krónu framlagi væri heilmikil kjarabót.

Í augum þeirra sem eru með 280 þúsund á mánuði var þetta auðvitað stórkostleg upphæð.

Fjármálaráðherra gerir sig sekan um fáránlegan málflutning.

Ráðherrann með tvær milljónir á mánuði var að réttlæta lúsarframlag til þeirra sem minnst mega sín.

Sannarlega varð hann sér til skammar og sýnir fordæmalaust dómgreindarleysi með þessháttar rugli.

Svona mönnum ætti að vera hægt að refsa með að þeim væri gert að vinna nokkra mánuði á lægstu launum og með því væri kannski hægt að vonast að þeir áttuðu sig á stöðunni hjá þessum hópum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú gufaði upp það litla álit sem ég hafði á Bensa. Tuttugu þúsund krónur, varla forréttir fyrir hjón á dýrum veitingastað í borginni. En auðvitað leyfir skríllinn sér ekki að fara á Hótel Holt, þar sem "tout Reykjavík" hittist. Til allra hamingju fyrir Bensa og fína fólkið. Þeim mundi ekki líða vel með plebba við næsta borð. Fuck it!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2017 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband