27.8.2017 | 12:21
Gríðarlegt tjón fyrirsjáanlegt vegna Brexit.
Brexitliðar blekktu kjósendur í Bretlandi í aðdraganda Brexit.
Það er að koma í ljós síðustu mánuði að brotthvarf þessa fyrrum heimsveldis muni valda efnahagslegum hamförum og Bretland verði í efnahagslegum sárum næstu árin.
Nýjustu fréttir eru að hundruð þúsunda ætla eða hugleiða að flytja á brott.
Skotar og Norður Írar eru tvístígandi.
Evrópulöndin ætla ekki að veita Bretlandi neina afslætti af samningum og réttindum í framhaldi af Brexit.
Bretland hélt eins og Ísland að það væri hægt að velja sér góðu bitana í samningum við ESB og sleppa við annað sem væri skuldbindandi.
Svo verður greinilega ekki.
Það er því sama staða í Bretlandi og Íslandi, einangrunarsinnar ráða för og landsmenn bera tjónið af afturhaldinu.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bretar munu reyna að sleppa af Brexitkróknum, ekki spurning um að það verður reynt.
Fyrirsjáanlegt tjón fyrir landsmenn er svo hrikalegt að þeir munu reyna að sleppa.
Kannanir í Bretlandi sýna að fylgi við Brexit og framtíðaráform því tengt er hríðfallandi.
Landsmenn eru að sjá að þeir voru blekktir af öfgamönnum.
Hátt í milljón vill yfirgefa Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bretland hélt eins og Ísland að það væri hægt að velja sér góðu bitana í samningum við ESB og sleppa við annað sem væri skuldbindandi.
Svo verður greinilega ekki.
Það er því sama staða í Bretlandi og Íslandi, einangrunarsinnar ráða för og landsmenn bera tjónið af afturhaldinu.
Merkileg skrif af vinstrisinna.
ESB sinnar hafa alltaf haldið því fram að það væri hægt að semja, en þú staðfestir hér að það se útilokað, eins og þeir sem fylgjast með, anti-ESB sinnar hafa allaf sagt.
Efnahags staðan á Íslandi er mjög hagstæð og er skortur á vinnuafli nánast í öllum geirum. Þetta er að öllu leiti því að þakka að við eru ekki í ESB.
Væntanlega eru þeir einstaklingar sem vilja fara frá Bretlandi í vinnu sem snertir ESB .
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 27.8.2017 kl. 12:51
"ESB sinnar hafa alltaf haldið því fram að það væri hægt að semja, en þú staðfestir hér að það se útilokað,..."
Hvar kemur það fram í pistli Jóns Inga að það sé ekki hægt að semja við ESB?
Ráðlegg Valdimar, nýrasista nr. 8 að þegja.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.8.2017 kl. 13:34
Ég mun seint skilgreina mig sem vinstri sinna upp á gamla móðinn, jafnaðarmaður upp á Skandinavíumódelið :-)
Valdimar og Haukur, ég hef nú frekar takmörkuð áhrif á Brexitviðræður enn sem komið er en það hefur margoft komið fram að Bretland fær enga afslætti í samningum, þeir eru að fara út úr þessi samstarfi og umræða um samninga og ekki samninga hefur fyrst og síðast verið um samninga við inngöngu.
Að fara út eða koma inn er nokkuð ólík staða að mínu viti Haukur og Valdimar.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2017 kl. 14:03
Iðnaðuri í bretlandi blómstrar sem aldrei fyrr - hefur tekið mikinn kypp eftir Brexit.
Fjárfestar streyma að, og nú streyma frá allskyns pörupiltar.
Þetta mun fyrirsjáanlega hafa í för með sér launahækkun þeirra sem þar búa.
Aðstæður lofa góðu. Sýnist mér bretinn ætti að flyta sér úr þessum klúbbi.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.8.2017 kl. 15:03
Haukur - Af hverju er ég númer 8. Má ég ekki vera númer 1?
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 27.8.2017 kl. 17:09
Bretland var í ESB en gekk út úr því. Ísland hefur aldrei verið í ESB. Samanburður á aðstæðum þessara tveggja ríkja, hvað þetta mál varðar, er því varla gerlegur.
Jóhannes (IP-tala skráð) 27.8.2017 kl. 18:16
Mjög athyglisvert. Að hundruðir þúsunda meginlandsbúa, jafnvel hámenntaðra, snúi heim frá UK vegna Brexit. Í heimalandinu hefur væntanlega ekkert breyst á vinnumarkaði frá því viðkomandi völdu að starfa í UK. Ætli þetta snúist um tryggingar?
Kolbrún Hilmars, 27.8.2017 kl. 18:27
Það er sérkennilegt hvað kratarnir hér á síðunni eru ósammála vegna ESB. Annarsstaðar skrifaði ég færslu og nefndi m.a. að ESB væri að hruni komið. Ekki stóð á svari frá Hauki Kristinssyni. Skemmtilega hvað Haukur er geðillur, hann ætti að kynna sér "samningaferli" ESB, það er nákvæmlega það, að einungis er hægt að semja um tímafaktor við að taka upp tilskipanir ESB, annað ekki. Þetta hafa stækkunarstjórar ESB ítrekað staðfest og jafnvel Össur Skarphéðinsson er farinn að ná því.
"ESB er að hruni komið." Rauðhálsarnir fyrir austan virðast mér vera nokkuð einangraðir. ESB hefur aldrei verið öflugra en í dag, því veldur m.a. Brexit. Evran er sterk og stöðug.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2017 kl. 17:31
Benedikt V. Warén, 28.8.2017 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.