Þjónar íhaldsins.

2017 sleepyFormaður Vinstri grænna segir eina erindi ríkisstjórnarinnar vera að viðhalda hægrisinnaðri hagsstjórn, skattastefnu og viðhorfum í ríkisrekstri. Formaðurinn gagnrýnir stjórnmálamenn harðlega sem stilla upp fátæku fólki og hælisleitendum sem andstæðingum.

Það hefur ríkt óvenjulega mikil þögn um þátttöku - eða heldur þátttökuleysi "umbótaflokkanna" tveggja í ríkisstjórn.

Sjálfstæðisflokkurinn rétti þeim nokkra ráðherrastóla upp á þau býtti að þeir þegðu og hefðu sig hæga.

Það hefur gengið eftir að mestu nema nokkir ráðherrar þeirra hafa gert sig að hálfgerðum viðundrum á köflum. Það á sérstaklega við fjármálaráðherrann og umhverfisráðherrann.

Á meðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn dundað við að framfylgja sinni einkavæðingar - hægri stefnu í frið og ró.

Kjósendum sem kusu þessa flokka í ljósi þess að þeir þóttust vera umbótaflokkar er að sjálfsögðu brugðið og hafa flestir yfirgefið skúturnar.

Formaður Bjartar framtíðar hefur sérstakt lag á að hverfa löngum stundum og svarar svo í innhaldslausum klisjum þá sjaldan sem fjölmiðlar ná að króa hann af einhversstaðar.

Ábyrgð þessara tveggja smáflokka er mikil.

Getuleysi þeirra gerir Sjálfstæðisflokknum mögulegt að koma í gegn málum í anda últra hægri stefnu í rósemd.

Ekki reyna þeir að spyrna við fótum.

Þeim verður að sjálfsögðu refsað grimmilega í næstum kosningum en getuleysi þeirra hefur þá haft óafturkræfan skaða í þjóðfélaginu.      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband