3.8.2017 | 11:03
Á hvaða leið erum við ? Spilling eykst á Íslandi.
Síðastliðin átta ár hefur leiðin legið hratt niður á við hjá Íslandi og árið 2013 féll 80 stiga múrinn þegar Ísland lenti í 12. sæti, með aðeins 78 stig. Aðferðafræði Transparency International sækir upplýsingar sínar til allt að 12 mismunandi greiningarfyrirtækja og stofnana er sérhæfa sig í rannsóknum á stjórnarfari og stjórnunarvísum í löndum heims. Hvað Ísland varðar voru notaðar fimm gagnauppsprettur og var einkunnagjöf þeirra: 87, 83, 65, 89 og 73.
Á hvaða leið er Ísland og af hverju ?
Fyrir rúmum áratug var talin minnst spilling á Íslandi, við vorum í fyrsta sæti yfir spillingarminnstu löndin.
Á síðastliðnum átta árum hefur sigið mjög á ógæfuhliðina, Ísland mælist nú í 13 sæti, neðst Norðurlandanna.
Kannski hefur ekkert breyst. Kannski er þetta bara orðið sýnilegra. Pólitísk spilling og fyrirgreiðsla hefur grasserað í þjóðfélaginu í áratugi.
Við sem erum orðin eldri vissum alltaf af því að það var betra að vera fylgismaður Framsóknarflokksins á Akureyri og Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. Það auðveldaði lífið og tryggði aðkomu að ýmsu fremur en þeim sem völdu aðra kosti.
En þetta var víst ekki spilling, þetta var bara þjóðarsálin.
Maður hefði trúað því að hrunið lagaði ýmsislegt og Íslendingar færu að líta í eigin barm og t.d. að fara í að útrýma spillingu og fyrirgreiðslu.
Það var jú stóri áhrifavaldurinn í hruninu.
En staðan núna að það hefur sigið á ógæfuhliðina, við förum hratt niður spillingarlistann samkvæmt mælingum.
En kannski er þetta bara orðið sýnilegra og ekki eins gott að fela það og var.
Líklega er það málið.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held ad spillinginn hafi alltaf verid til stadar.
En thú hittir naglann á hofudid í seinustu setningunni.
Hún segir allt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.8.2017 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.