Er það ekki óþolandi umhverfisráðherra ?

RæsiBjört Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir gjörsamlega óþolandi að almenningur hafi ekki verið upplýstur strax um skólpmengunina í Reykjavík. Hún segir ekki gott að sveitarfélögin hafi eftirlit með eigin mengandi starfsemi. Hún ætlar að beita sér fyrir því á þingi að eftirlit heilbrigðisnefnda með mengandi starfsemi verði fært frá sveitarfélögum til ríkisins.

Umhverfisráðherra virðist illa upplýstur um ástand skolpmála á Íslandi. Hún virðist heldur ekki vita með hvaða hætti eftirliti er háttað um landið. Átta mig ekki alveg á hvað vinnst með því að færa þetta eftirlit til stofnunar í Reykjavík þegar heilbrigðisnefndir eru í öllum landhlutum og geta lítið gert annað en fylgjast með ástandi og tilkynna það. Ekkert sveitarfélag hefur haft bolmagn til að ráðast í svona risaframkvæmd nema höfðuðborgin og nú síðst átti að vinna þessi mál í Eyjafirði en það frestast um ófyrirséða framtíð, enn einu sinni.

Henni finnst alveg óþolandi að höfðuborgarbúum þar með talin hún sjálf hafi ekki fengið að vita af bilun í hreinsikerfi höfuðborgarinnar.

Undanfarinn hálfan mánuð hafa dunið á okkur fréttir um hræðilegt ástand við eina hreinsistöð í Reykjavík, alveg skelfilegt bara.

En enginn hefur af því nokkrar áhyggjur þó gumsið renni óhindrað í sjóinn við flest sveitarfélög landsins.

Maður hefði nú kannski haft trú á því að sjálfur umhverfisráðherrann nefndi það og hefði áhyggjur af öllum þeim kúk og eyrnapinnum sem gusast í sjóinn, vötnin og árnar við heimabyggðir allra landsmanna nema þeirra í sem búa við þann lúxus að hafa hreinsivirki, sem er höfðuðborgin og fáein önnur.

En kannski finnst umhverfisráðherranum engin ástæða til að hafa áhyggjur af því, hennar áhyggjur snúa bara að því sem gerðist tímabundið í hennar eigin bakgarði.

Það væri yndislegt ef t.d. eitthvað bitastætt kæmi frá umhverfisráðuneytinu  í tengslum við mengun í Mývatni. Þar dregur ríkisvaldið lappirnar, en sveitarfélagið stendur sína pligt eins og framast er unnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband