Dugleysi bæjarstjórnar Akureyrar í umhverfismálum.

0 2017 0000 Hrísey-0297Bæjarstjórn Akureyarar hefur engan áhuga á umverfismálum. Tómlæti og dugleysi einkennir bæjarfulltrúana í þessum málaflokki.

Stórleikur þeirra var þegar þeir lögðu niður umhverfisnefndina og vistuðu umhverfismálin inni í bastarði sem ekkert er og hefur engar áherslur í þeim málaflokki.

Sorgleg staðreynd því ekki vantaði stóru orðin í upphafi kjörtímabils.

Ég ætla hér í örstuttu máli að draga fram eitt af mörgum atriðum sem staðfesta þessa skoðun mína.

Allir sem eitthvað vita um umhverfismál vita að Hrísey er stórkostlega ógnað af framandi plöntum, lúpínu og skógarkerfli sem njóta aðstoðar hinnar stórvöxnu hvannar sem er þó innlend planta.

Umverfisnefndir síðustu kjörtímabili höfðu á þessu skilning og mikil árhersla var lögð á að ná tökum á vandanum. Skilað var skýrslu sérfræðinga árið 2009 og þar er vandinn greindur og settar fram tillögur.

Eftir því var svo unnið og gerðar tilraunir með að slá kerfil og lúpínu og sá í svæðin. Það virtist bera árangur og lúpínan hvarf strax en skógarkerfillinn var erfiðari en samt sást mikill munur á þessum svæðum frá því sem áður var.

Nú sýnist manni að Akureyrarbær og sú nefnd sem á að sjá um umhverfismálin hafi gefist upp. Einnig er mjög naumt skammtað í málaflokkinn og að manni sýnist hefur verkefnið í Hrísey verið gefið upp á bátinn og vandamálið óleyst.

Dugleysi og lítil áhersla á umhverfismál, svo ekki sé talað um Hrísey eru bænum til vansa og lítil von til að sú nefnd ( bastarður ) hafi nokkun áhuga á að leysa þennan vanda enda byggingamál,breiðstræti, bílastæði og steinsteypa þeim ofar í huga, að manni sýnist.

Á myndunum má sjá hvar kerfillinn er að yfirtaka svæðin sem slegin voru enda hætt að sinna þeim og ekki mun líða á löngu þar til hann tekur öll völd af grasinu sem sáð var í svæðin á sínum tíma.

Þá munu miklir fjármunir tapast sem lagðir hafa verið í verkefnið auk þess sem náttúra Hríseyjar er í stórkostlegri hættu.

Ég skora á bæjarfulltrúana 11 að vakna og kynna sér skýrslu sem unnin var um gróðurfar í Hrísey árið 2009. Þeir hefðu sannarlega gott af því að kynna sér vandamálið og það sem þá var sagt og gert.

0 2017 0000 Hrísey-0310


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Akureyrarbær veitir ekki fjármagn í aðgerðir

Náttúrufræðistofnun kortlagði útbreiðslu bjarnarklóar, eða risahvannar, á Akureyri fyrir tveimur árum og fannst hún á um 450 stöðum í bænum. Safinn úr plöntunni er afar eitraður og getur valdið alvarlegum brunasárum og jafnvel blindu ef hann berst í augu. Engar markvissar aðgerðir hafa þó verið hjá bænum til að sporna við útbreiðslunni og sagði forstöðumaður umhverfismála í fréttum RÚV í vikunni að ekki hafi fengist fjármagn til þess frá bæjaryfirvöldum.

( ruv 20. júlí 2017. )

Undirstrikar það sem ég er að segja um dugleysi bæjarins í umhverfismálum. Sveltur málaflokkur og engin umhverfisnefnd.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.7.2017 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband