14.7.2017 | 11:28
Sjálfstæðisflokkurinn hækkar skatta í djöfulmóð.
Samgönguráðherra skoðar hvort hefja eigi gjaldtöku á öllum samgönguleiðum út frá höfuðborgasvæðinu vegna brýnna vegaframkvæmda sem kosti hundrað milljarða. Með gjaldtöku megi fara í tugmilljarða framkvæmdir í vegakerfinu árlega næstu árin. Náist samstaða á þingi verði hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári.
Einu sinni barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn meintri ofursköttun vinstri flokkanna.
Það er löngu liðin tíð og forustumenn Sjálfstæðisflokksins leita allra leiða til að seilast ofan í vasa almennings og fyrirtækja.
Þeir eru í reynd orðnir ofurskattaflokkur Íslands og enn skal haldið áfram.
Allir muna hækkun flokksins á matarskattinum, skattlagning sem lagðist af fullum þunga á heimilin þrátt fyrir kattarþvott flokksins þar sem vístað var í lækkanir á vörum sem hver og einn kaupir tvisvar til þrisvar á lífleiðinni. Nei, þetta var brútal skattahækkun.
Hækkun á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu er fyrirhuguð eins og öllum er kunnug.
Nú er nýjasta skattaútspil Sjálfstæðisflokksins.
Veggjöld á vegi að og frá höfuðborgarsvæðinu, þar ætlar samgönguráðherra að ná í milljarðatugum úr vösum landsmanna, sérstaklega höfuðborgarbúa til að fjármagna vegagerð næstu ára.
Flestum finnst nú nóg um skattlagningu á umferð, himinhá gjöld á eldneyti svo ekki sé talað um hið tímabundna gjald á ökutæki sem nú hefur verið í yfir 20 ár.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf þóst vera á móti sköttum og fara ekki í gegnum neina kosningabaráttu án þess að minna á það. Myndin að ofan er einmitt frá slíku frá 2013 þegar ungir Sjálfstæðismenn voru að minna á hvað flokkurinn væri frábær í skattalækkunum.
Sjálfstæðisflokkurinn siglir oftast undir fölsku flaggi.
Það á svo sannarlega við í skattamálum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.