Þjóðvegur 1. Svínvetningabraut er framtíðin.

2016 000 suður um sveitir-3480Ástand malarvega í Húnavatnshreppi er algjörlega óviðunandi að mati Kvenfélags Svínavatnshrepps. Telur félagið að íbúum stafi hætta af þessu ástandi og hefur miklar áhyggjur af því hvað getur gerst ef fram heldur sem horfir.

 Fréttir af ástandi malarvega í Húnavatnssýslum vekja upp hugleiðingar um framtíð vegamála á þessu svæði.

Uppbygging og bundið slitlag á Svínvetningabraut væri auðvitað eins af stóru málunum hvað varðar hagkvæmara vegastæði fyrir Þjóðveg 1 um Húnavatnssýslur.

Alveg dauðafæri fyrir hagkvæmari lausn og þjóðhagslegan sparnað. Sú leið er verulega styttri og losar vegfarendur við slæman veðurkafla austan Blönduóss, sennilega einn af verri köflum hvað varðar vetrarveður á Þjóðvegi 1 fyrir norðan.

Hvað uppbygging og vegagerð á þessu svæði kostar, hef ég ekki hugmynd um, en tilfinningin er sú að þetta sé þjóðhagslega hagkvæmt. Jafnframt mundi það leysa vanda heimamanna sem kvarta undan slæmum vegum á þessum slóðum.

En af hverju er þetta ekki löngu komið á koppinn ?

Því hefur verið haldið fram að hreppapólitík ráði því að vegurinn verði að liggja um Blönduós. Heimamenn myndu missa spón úr aski sínum ef meginumferðin færi um Svínvetningabraut.

Veit ekki hvort þetta er rétt, veit ekki hvort þetta hefur verið rætt og skoðað hjá Vegagerðinni og veit ekki hvort þingmenn NV kjördæmis mundu leggjast gegn því að þessi hagkvæma lausn væri skoðuð.

Í dag fer ég helst ekki aðra leið en malarvegina með Svínavatni.

Þó þetta sé holótt og hlykkjótt finnst mér ég græða á því, fljótari og leiðin falleg.

Það er aðeins um háveturinn sem ég vel að fara um Blönduós. Kannski þarf ég þessi ekki en tilfinningin er að það sé öruggra hvað varðar færð og þjónustu.

En til framtíðar litið finnst mér ekki spurning að þessi leið verði gerð að Þjóðvegi 1 með þeim vegabótum og lagfæringum sem þarf til.

Það er þjóðhagslega hagkvæmt - held ég.

Hvort það er rétt hjá mér að kalla þetta Svínvetningabraut er svo annað mál. Það var nafnið sem notað var um þessa leið þegar ég var að læra á landið fyrir margt löngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband