Mývatn - mengun. Ábyrgð Alþingis og ráðuneyta.

2016 0000 litaferð-4689

Ekki er raunhæft að ætla að frárennslismál við Mývatn verði komin í viðunandi horf fyrr en eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu, sem vann að skýrslu fyrir umhverfisráðuneytið. Niðurstöður hennar voru kynntar á Samorkuþingi á Akureyri.

  Ekki fer á milli mála í mínum huga að ríkisvaldið verður að koma að uppbyggingu fráveitukerfa í Mývatnssveit. Því miður hefur mikill tími tapast vegna hægagangs og áhugaleysis ráðuneytis og Alþingis.

Í framhaldi af lögum sem sett voru um verndun Mývatns hefði verið eðlilegt að Alþingi sem setur slík lög með gríðarlega íþyngjandi álögum á lítið sveitarfélag hefðu haldið málinu áfram og unnið tillögur að úrbótum í framhaldi af því

En það gerðist ekki. Eins og oft áður á Íslandi setur löggjafinn lög og síðan er eftirfylgni ráðuneyta og stofnana ríkisins engin. Þannig var það með lög um verndun Mývatns, ekkert gert í framhaldi af því.

En nú virðist sem eitthvað sé að rofa til. Heilbrigðisnefnd svæðisins hefur margoft bókað og reynt að þoka málum, án árangurs. Núna virðist sem stofnunum ríkisins sé að verða ljós alvarleiki málsins.

Umhverfisráðherra virðist að hluta til skilja málið og fjármálaráðherrann er þingmaður kjödæmisins sem kannski tryggir meiri athygli hans en annars. Hver veit.

Nú eiga þingmenn og ráðherrar að hætta að tala og fara að taka ákvarðanir.

Sveitarfélagið verður að fá fjárhagslegan stuðning við þessa uppbyggingu. Lágmark að sjá 500-700 milljónir til verksins.

Mér er ekki kunnugt að þess sjáist merki í fjármálaáætlun til fimm ára en væntalega eru það mistök ef svo er ekki.

Enn tími til að bæta þar úr.

Dauðyflisháttur er ekki í boði lengur.

Nú verða heilbrigðisyfirvöld að sjá að eitthvað eigi að gera, annars neyðast þau til að grípa til aðgerða í samræmi við lög og reglur um mengunarvarnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki ríkisins að sjá um frárennslismálin.  Það er sveitarfélaganna að sjá um eigin skít og ef fyrirtækin geta ekki séð um sín mál er ekkert annað að gera en að stöðva starfsemina.  Þetta væl í vinstra liðinu að ríkið eigi að sjá um allt fyrir þá verður að hætta......

Jóhann Elíasson, 8.5.2017 kl. 00:24

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú áttar þig ekki á sérstöðu Mývatnssveitar og þeim umframkröfum sem settar eru á fámennt sveitarfélag vegna sérlaga sem Alþingi setur.

Legg til að þú kynnir þér þessi mál betur áður en þú geysist fram á ritvöllinn meðan þú veist ekki um hvað er verið að tala og af hverju.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.5.2017 kl. 08:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég átta mig alveg á sérstöðu Mývatnssveitar en hún er EKKI þannig að ríkið eigi að sjá um fráveitumál þar.  Jón Ingi kannski þú ættir aðeins að hugsa þig um áður en þú kemur fram með þessar "kommahugmyndir" þínar sem eiga sér hvergi nokkurs staðar stað í raunveruleikanum....

Jóhann Elíasson, 8.5.2017 kl. 10:23

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

http://ruv.is/frett/floknasta-mal-sem-hefur-komid-upp

Takk fyrir að hafa svona mikla trú á mér...en ég verð að valda þér vonbrigðum.

Þetta eru ekki mínar hugmyndir og málið komið lengra en þröngsýnir afturhaldsmenn vilja.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.5.2017 kl. 20:44

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef ríkisvaldið kemur ekki að þessum málum þá eru þau óleysanleg, lítið sveitarfélag hefur ekki leyfi til að taka lán langt umfram getu og lög þegar kemur að þessari kröfugerð.

Hún er komin frá Alþingi sem setti sérlög um Mývatn, auk þess sem við erum bundin af alþjólegum samningum sem Alþingi hefur undirritað. Vona að þetta dugi þér til að átta þig á að þetta eru ekki kommahugmyndir mínar...þú er bara fyndinn þar.

https://www.umhverfisraduneyti.is/althjodlegt-samstarf/samningar/nr/157

Jón Ingi Cæsarsson, 8.5.2017 kl. 20:47

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

 Hverju aðildarríki ber að tilnefna a.m.k. eitt votlendissvæði á skrá samningsins yfir
alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði. Í samningnum er votlendissvæði skilgreint mjög
víðtækt og nær m.a. yfir mýrar, flóa, fen og vötn með fersku, ísöltu eða söltu vatni, þar á
meðal sjó þar sem dýpi er innan við sex metra. (Á skrá samningsins eru nú 1073 svæði).
Votlendisfuglar eru þeir fuglar sem vistfræðilega byggja tilveru sína á votlendum.
- Í samræmi við markmið samningsins ber samningsaðilum að:
+ undirbúa og framkvæma skipulag þannig að stuðlað sé að vernd votlenda sem eru á
skránni, svo og skynsamlegri nýtingu votlenda innan lögsögu þeirra, svo sem unnt er,
+ tilkynna skrifstofu ef vistfræðileg sérkenni votlenda sem þeir hafa tilnefnt á skrá
samningsins, hafa breyst, eru að breytast eða eru líkleg til þess að breytast vegna
verklegra framkvæmda, mengunar, eða annarrar röskunar af mannavöldum,
+ stuðla að verndun votlenda og votlendisfugla með því að stofna friðlönd á votlendum,
hvort heldur þau eru á skránni eða ekki, og sjá um að gæsla þeirra sé fullnægjandi,
+ stuðla að rannsóknum og miðlun upplýsinga og rita um votlendi, gróður þeirra og
dýralíf,
+ leitast við að auka stofna votlendisfugla í heppilegum votlendum með viðeigandi
ráðstöfunum,
+ stuðla að þjálfun starfsliðs á sviði rannsókna, nýtingar og gæslu votlenda,
+ taka tillit til alþjóðlegra ábyrgðar sinnar á vernd, meðferð og skynsamlegri hagnýtingu
farandstofna votlendisfugla,
+ ráðgast innbyrðis um framkvæmd skuldbindinga er samþykkt þessi felur í sér.


Framkvæmd:
- Sex íslensk votlendissvæði eru á lista Ramsarsamningsins: Mývatn-Laxá, Þjórsárver, Grunnafjörður, Eyjabakkasvæðið, friðlandið í Guðlaugstungum og verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.5.2017 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband