Stórsvindlarar með pólitískan velvilja og fyrirgreiðslu.

„Það var blekk­ing­ar­leik­ur í gangi um eign­ar­hald þegar kom að sölu rík­is­ins á eign­um sín­um í fjár­mála­fyr­ir­tæki,“ sagði Jón Þór að lokn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is vegna skýrsl­unn­ar.

Það lá rosalega mikið á að koma Búnaðarbanka og Landsbanka í hendur pólitískra vildarvina í byrjun aldarinnar.

Skollaeyrum var skellt við viðvörunum um að allt væri kannski ekki eins og sýndist á þeim tíma.

Davíð Oddsson og félagar höfðu þegar veikt öll eftirlitskerfi, ekkert átti að þvælast fyrir.

Þeir stórsvindlarar og svikahrappar sem nú eru opinberaðir enn á nú voru sérstakir gæludrengir stjórnmálamannana í þá verandi stjórnarflokkum.

Þeir átu úr lófum fjármálamannanna og þeir fengu allt sem þeir vildu á silfurfati.

Þeir gáfu þeim skotleyfi á eignir þjóðarinnar sem situr eftir svikin og sár.

Auðvitað bera þeir líka ábyrgð á svikunum, hvort sem þeir vissu eitthvað eða ekki.

Kannski er jafn ámælisvert að vita ekkert í sinn haus, það á bæði við um stjórnmálamennina og þá sem eftir standa af S hópnum og vissu ekkert. Trúi því hver sem vill, þannig er staðan núna.

Þá er það Landsbankinn, ekki var ormagryfjan sem þar opinberaðist síðar minni eða huggulegri.

Hvernig væri að kryfja þá sölu til mergjar, þó ekki af HHG.


mbl.is Kanna verklag ráðherra vegna sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband