Flokkur sem hvarf á 80 dögum.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að vissulega hafi verið ákveðin þróun á fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem mynda ríkisstjórnina ásamt Sjálfstæðisflokknum. Hún segir að ein af ástæðum þess að flokkarnir tveir hafi komið illa út úr síðustu skoðanakönnunum, ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sé að stjórnarandstaðan hafi verið samstíga í því að koma góðu verkum stjórnarinnar yfir á Sjálfstæðisflokkinn en dregið úr verkum hinna.

______________

Frægt verk og bíómynd hét " Umhverfis jörðina á 80 dögum "

Nú væri hægt að skrifa nýtt verk sem bæri titilinn " Flokkurinn sem hvarf á 80 dögum "

Viðreisn fékk 10.5% í kosningum, mælist nú með 3 %. Það er nokkuð mikið fall á 80 dögum, slatti á dag.

Þingflokksformaðurinn áttar sig greinilega ekki á ástæðum þess.

Flokkurinn var stofnaður til að greina sig frá Sjálfstæðisflokknum og hafði aðrar áherslur.

Niðurstaðan varð, Viðreisn gleypti allar áherslur stóra bróður og kastaði sínum.

Kjósendur á hægri vængnum þurfa ekki tvo flokka sem eru alveg eins, þess vegna fara þeir bara heim í Valhöll eða annað.

Jafnaðarmenn sem kusu Viðreisn af því þeim fannst hann líkjast gamla Alþýðuflokknum eru væntalega að hugsa sinn gang. Varla setja þeir atkvæði sitt aftur á flokk sem er alveg eins og Sjálfstæðisflokkurinn.

Líklega er Viðreisn einnota stjórnmálaafl, ætlað til að halda Sjálfstæðisflokknum við völd, en kjósendur láta varla plata sig tvisvar.

Það segja kannanir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband