Skilningssljóir þingmenn úti á þekju.

Hún seg­ir það ekki hafa komið sér á óvart hversu miklu fleiri and­stæðing­ar frum­varps­ins hafa sent inn um­sagn­ir en stuðnings­menn þess. „Ég held að óánægðir sendi frek­ar inn um­sagn­ir en þeir sem eru ánægðir. Það er yf­ir­leitt þannig þannig að þetta kom mér ekk­ert á óvart.“

Ef það væri vottur af skynsemi í þeim þingmönnum sem lögðu fram þetta óheillafrumvarp þá mundu þeir draga það til baka.

Nánast allir sem veitt hafa umsögn eru á móti, lýðheilsufrömuðir og heilbrigðisstarfsmenn hafa með rökum sýnt fram á skaðsemi þess að veita auðveldara aðgengi að áfengi.

En sumir berja bara hausnum við steininn og virðast alls ekki skilja málið.

Það er fullkominn sóun á tíma löggjafarsamkundunnar að halda þessu til steitu.

Ef það er ekki hægt að koma vitinu fyrir þessa fáu þingmenn sem lögðu þetta fram væri ráð að setja þetta í atkvæðagreiðslu strax og fella það.

En kannski þurfa ríkisstjórnarflokkarnir á þessu að halda, slík er málafátæktin og verkefnaleysið á þingi þessi misserin.


mbl.is Opin fyrir því að laga frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ef einhversstaðar er áfengisvandamál í Evrópu, þá er það á norðurlöndunum.
Siðlaus drykkjuskapur var landlægur á Íslandi áður en sterka ölið var leift í sölu.
Ég bjó í sveitarfélagi þar sem 99% íbúana voru sannfærðir um að Íslendingar yrðu allir alkaholistar á skömmum tíma.
Niðurstaðan er þver öfug.
Það sem er neikvætt við að veita frjálsa sölu á áfengi, er að úrvalið mun snar minka. Gráðugir verslunarmenn nenna ekki að hafa góð vín sem fáir drekka til sölu. Það tekur pláss og kostar. Ef RÍKIРheldur áfram að bjóða sölu eins og er nú, þá er ég sammála að veita frjálsa sölu.
Ég hef búið á Spáni og það sér aldrei vín á nokkrum manni, nema norðurlandabúum.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 21.3.2017 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband