26.1.2017 | 15:08
Veik ríkisstjórn á brauðfótum.
_____________
Ný ríkisstjórn hökktir af stað með minnsta fylgi nýrrar ríkisstjórnar frá upphafi mælinga MMR.
Langt frá því að ríkisstjórnin mælist með fylgi þeirra sem þó kusu þessa flokka, þar munar verulega miklu.
Traustið er greinilega mjög lítið og flestir vita af hverju það er.
Forsætisráðherrann sem farinn er að mismæla sig, er öllu trausti rúinn, Panamaskjöl og lygi eru slæmt veganesti fyrir oddvita ríkisstjórnar.
Samkvæmt MMR eru þegar farin 5% af Sjálfstæðisflokknum.
Formaður Bjartrar framtíðar skemmtir landsmönnum reglulega með furðulegum ummælum, síðast því að BF gaf engin kosningaloforð heldur höfðu einhverskonar kosningaviðmið svona til að hafa eitthvað. Formaður telur þar með að hann skuldi kjósendum ekki neitt og megi þar af leiðandi fara sem hækja inni stjórn Sjálfstæðisflokkanna. Skítt með þó flokkurinn hafi talað fjálglega um betri og heiðarlegri stjórnsýslu og styður svo Sjálfstæðisflokkinn í að taka sér alræðisvald í nefndakjöri á þinginu.
Sennilega var þetta með betri stjórnsýslu bara svona kosningahugleiðingar. Allt ekki nein svik að mati formannsins.
Litli Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú orðið minnsti flokkur á þingi og á sennilega ekkert eftir nema að klára málin og renna heim í Valhöll.
Öll stóru áformin um ESB og fleira fóru í gjald fyrir ráðherrastól fyrir formanninn.
Kjósendur sem létu blekkjast af fagurgalanum eru óðast að snúa baki við gömlu Sjálfstæðismönnum sem skrökvuðu því í kjósendur að þeir væri allt aðrir en þeir voru áður, eftir afturbataferli Viðreisnar. Sprenghlægilegt í ljósi undirlægjuháttar flokksbrotsins úr Valhöllu.
Nú eru landsmenn farnir að velta fyrir sér hversu lengi þessi afar veika og sundurlausa ríkisstjórn endist.
Sumir gefa henni séns frá á vor 2018, aðrir skemur.
Lítill stuðningur við ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.