Viðreisn svíkur kjósendur sína.

Ný rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar mun ekki leggja fram til­lögu á Alþingi varðandi mögu­lega um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á nú­ver­andi kjör­tíma­bili.

_______________________

Hin fullkomnu svik.

Viðreisn blekkti kjósendur sína með ákveðinni stefnu í ESB málum.

Nú er það mál úr sögunni korteri eftir kosningar, ráðherrastólar eru meira virði.

Viðreisn hefur því logið kjósendur sína fulla og núna dansa þeir valsinn með móðurflokknum, eins og ég reyndar spáðí og skrifaði um fyrir kosningar.

Viðreisn er siðlaus flokkur sem situr uppi með þá staðreynd að þeir lugu, prettuðu og sviku kjósendur sína.

Margir miðju og jafnaðarmenn trúðu því að hér væri kominn frjálslyndur miðjuflokkur.

Niðurstaðan er hækja Sjálfstæðisflokksins þar sem þingmenn flokksins eru þarna bara til að fullnægja persónulegum metnaði sínum.

Sorglegt.


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Nei, Viðreisn gerði það sem kallaðist alltaf á íslensku að "gera málamiðlanir" en kallast núna að "svíkja kjósendur". Þetta er m.a. ástæða þess hvers vegna gekk svona illa að mynda stjórn. Stjórnarandstaðan, Píratar, Samfylking, VG, BF og Viðreisn voru föst í móðursýki. Því miður held að það örli aðeins enn á þeirri móðursýki og því verði þessi stjórn ekki langlíf. Þjóðsóttin mun á endanum drepa hana, þú veist þessi sem birtist hér í færslunni þinni.

Valur Arnarson, 9.1.2017 kl. 18:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki "málamiðlun" þingflokka að virða stjórnarskránna heldur eiðsvarin skylda allra þingmanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2017 kl. 19:11

3 identicon

Þetta er mjög ánægjulegt, enda á ekki að gefa eftir einn einasta millimetra af fullveldi landsins. Það væri svik við þjóðina.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 19:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki aðeins við þjóðina, heldur einnig við nýju stjórnarskránna frá 1944, sem allir þingmenn eru eiðsvarnir að.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2017 kl. 19:19

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað bara kjánalegt að kalla það svik þegar flokkar þurfa að gera málamiðlanir svo koma megi saman ríkisstjórn. ESB aðild er ekki eina stefnumál Viðreisnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2017 kl. 23:16

6 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Það er engin spurning að þetta eru svik við kjósendur enda var þessi flokkur nánast stofnaður utanum um þetta mál. Spurning hve margir sem hér tjá sig og telja þetta ekki svik kusu viðreisn? Einhver sem réttir upp hönd?

Snorri Arnar Þórisson, 10.1.2017 kl. 10:04

7 identicon

Það er engin málamiðlun ef akkúrat ekkert stefnumál flokksins ratar í stjórnarsáttmála. Það er eitthvað allt annað. "Hækja" er bara frekar góð lýsing á slíku fyrirkomulagi.

Sveinn Þórhallsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband