6.11.2016 | 12:08
Óstöðugleiki mun einkenna næsta kjörtímabil.
Það er hátt flækjustig í því sem kom upp úr kjörkössunum.
Sjö flokkar, misjafnalega ljóst fyrir hvað þeir standa og enn óljósara hvernig þeir munu standa að málum að nýju Alþingi.
Gamli " fjórflokkurinn " er þarna enn en vægi hans minna en nokkru sinni.
Nýju flokkarnir eru óljós stærð og algjörlega óljóst hvernig þeir munu verða í virku stjórnmálaumhverfi.
Píratar eru greinilega ekki tilbúnir að fara inn í þetta af fullum þunga, tilbúnir að vera á hliðarlínunni og aðstoða til vinstri.
Björt framtíð er algjörlega óskrifað blað í samstarfi, það eina sem sést hefur til þeirra er að þeir reyna að vinna á miðjunni með misjafnlega góðum árangri. Hægri áherslur þeirra í bæjarstjórnum eru þekktar.
Viðreisn er og verður útibú úr Sjálfstæðisflokknum. Þeir eru hægri flokkur með hægri áherslur þó þeir hafi reynt að breiða yfir nafn og númer í kosningunum, með góðum árangri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnarmyndunarumboðið. Ef Bjarna tekst að mynda hægri stjórn með Viðreisn og BF auk hlutleysis hluta Framsóknar verður sá meirihluti óstöðugur og veikur þrátt fyrir þokkalegan meirihluta.
Þarna inni eru ólíkindatól sem geta orðið erfiðir í smölun eins og kettirnir hjá Jóhönnu.
Ef VG fer með Sjálfstæðisflokknum og þriðja flokki mun það ekki endast nema VG láti það eiga sig að hafa skoðanir á ýmsum málum, td einkvæðingaráformum Sjalla og afsláttum til þeirra ríku.
Það er hægt að velta fyrir sér ýmsum stjórnarmyndunarmunstrum en niðurstaðan verður alltaf óstöðugleiki og útþynnt málefnaskrá.
Þrír til fjórir flokkar á Íslandi munu seint koma sér saman um hin ýmsu mál, sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkur leiðir.
Þingmenn hinna flokkanna munu verða mjög uppteknir við að marka sér sérstöðu í óvinsælum málum með eigið pólitíska skinn að leiðarljósi.
Það er því allt útlit fyrir mikinn óstöðugleika á Íslandi næstu árin, sama hvernig ríkisstjórn 1 mun líta út.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Katrín myndar stjórn fljótlega eftir að Bjarni skilar umboðinu.
Í þeirri stjórn verða auk Vg, Píratar, Samfylking, og Viðreisn eða Framsókn. Einn eða tveir flokkanna kunna þó að kjósa stuðning við slíka stjórn án beinnar þátttöku.
Viðreisn getur ekki komið í veg fyrir stjórn án Sjálfstæðisflokks og mun því kjósa að taka þátt í slíku samstarfi frekar en að hleypa Framsókn að.
Það er gífurlega mikilvægt að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 14:18
Leiðrétting: Það vantar að telja með Bjarta framtíð í nýrri stjórn í athugasemd minni hér fyrir ofan.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.