5.11.2016 | 15:39
Íhaldsstjórn VG, Sjálfstæðísflokks og Framsóknar ?
Stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar, BB hefur þreifað á öllum formönnum og er á leið til forseta til að gera grein fyrir stöðu mála.
Mest hefur verið talað um stjórn D-C-A, þó svo formenn C-A slái úr og í.
Auðvitað langar Engeyjar-Bensa að vera aðal og formaður A hefur talað á allt öðrum nótum fram að þessu.
Nú er farið að tala um stjórn D-V-B sem væri hrein íhaldsstjórn.
Þessar viðræður fara marga hringi áður en kæmi að því en hugmyndin ekki eins fjarlæg og mætti ætla.
Formaður VG hefur sagt stefnu flokkanna fjarri hvor annari en er það reyndin ?
Þessir flokkar eru mjög sammála í stórum málum. Einangrun á alþjóðavettvangi, óbreytta mynt, óbreytt landbúnarkerfi, óbreytt fiskveiðikerfi.
Stóru línurnar eru samhljóða, annað mætti semja um á meðalnótum.
Framsókn er til í hvað sem er og SDG og stuðningsmenn hans settir á ís.
Það skyldi þó aldrei enda þannig að við fengjum íhaldsstjórn sem væri sammála um óbreytt ástand.
Ekkert ósennilegt í ljósi stöðunnar.
Kjósendur hrökktu burtu gömlu stjórnina og forsætisráðherrann en kusu í reynd yfir sig sömu flokka og sömu fyrirgreiðsluöflin, hver hefði trúað því í vor sem leiða þegar 20.000 manns mótmæltu á Austurvelli.
Allir finna til ábyrgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er valla hægt að virða orð manna sem halda með stjórnmálaflokk eins og fótboltaliði, "þeir geta ekkert rangt gert".
En, það er ekkert „óbreytt ástand“, það er góðæri og velgengi. Það er nánast sama hvaða tölur þú berð saman við önnur lönd, við erum í topp 10.
Þannig að ástandið eins og þú kallar það er velmögun.
Teitur Haraldsson, 5.11.2016 kl. 16:37
Til hamingju með árangur þíns flokks í nýliðnum kosningum Jón Ingi, Væri ekki hollara fyrir ykkur að snúa ykkur að vandamálum ykkar flokks og láta það vera að ganrýna aðra þar til og ef ykkur tekst að blása lífi í flokkin ykkar.
Hrossabrestur, 5.11.2016 kl. 18:05
Æ, nei. Ekki VG. Í guðanna bænum ekki VG.
Pétur D. (IP-tala skráð) 5.11.2016 kl. 22:59
Ástandið er áníðsla á sjúkum og fátækum og meira og meira misrétti...
Einar Sigfússon, 6.11.2016 kl. 06:34
Vg má ekki fyrir nokkra muni hleypa Sjálfstæðisflokknum að kjötkötlunum eftir allt sem á undan er gengið. Ég neita að trúa að það geti gerst.
Stjórnarandstaðan fékk fleiri atkvæði en stjórnin í kosningunum þó að það endurspeglist ekki í þingmannafjölda.
Stefna Viðreisnar benti til að hún á ætti meira sameiginlegt í stóru málunum með stjórnarandstöðuflokkunum en Sjálfstæðisflokknum eins og Þorsteinn Víglundsson og Benedikt bentu reyndar á fyrir kosningar.
Liggur því ekki beint við að mynda meirihlutastjórn fimm flokka, Viðreisnar og stjórnarandstöðuflokanna, eða minnihlutastjórn þar sem einn eða tveir þeirra myndu verja hana vantrausti?
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.