Viðreisn er varadekk Sjálfstæðisflokksins.

Í grein eftir Óttar Guðjónsson, hagfræðing og framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, í Morgunblaðinu í dag rifjar hann upp það sem hann kallar ærandi þögn um innherjaviðskipti formanns Viðreisnar.

____________

Viðskiptablaðið birtir grein þar sem rifjuð eru upp viðskipti formanns Viðreisnar.

Auðvitað nota Sjálfstæðismenn blaðið sitt til árása á keppinautinn Viðreisn.

En í sjálfu sér er Viðreisn enginn ógn við Sjálfstæðisflokkinn, allir helstu ráðamenn og allir helstu frambjóðendur flokksins eru innherjar úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins.

Greinin í Viðskiptablaðinu sýnir okkar að formaðurinn er með sama gildismat og sömu persónulegu hagnaðarsjónarmiðin og frændur hans og vinir í Sjálfstæðisflokknum.

Umræddur formaður er Engeyingur og hefur lengi reynt að ná árangri innan móðurflokksins án árangurs.

Auðvitað er lítill hugmyndafræðilegur ágreiningur milli Viðreisnar og móðurflokksins. Helst nokkur áberandi mál eins og td ESB málin.

En þegar kemur að stjórnarmyndun eru slík gælumál Viðreisnar engin fyrirstaða, auðvitað taka þeir tilboði Sjálfstæðisflokksins um að verða hluti af ríkisstjórn Íslands, ríkisstjórn sem byggist á hægri gildum og afturhaldi. Hvað gerir maður ekki fyrir völdin, svo ekki sé talað um að þeir sem bjóða manni upp í dans eru gömlu frændurnir og félagarnir.

Viðreisn er hægri flokkur með fullt af fýlu-sjöllum í framboði. Nánast enga aðra.

Viðreisn mun því verða varadekk Bjarna Ben og félaga, frændur eru frændum hollastir.

Atkvæði greidd Viðreisn er því atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum, hvað annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað að öllu því fólki sem velur sér frama í pílitík á Íslandi.  Alveg sama í hvaða flokki.  Þú velur að segja að Viðreisn verði varahjól hjá sjálfstæðisflokknum.  Takamark vinar þíns Össurar Skarphéðinssonar hefur alltaf verið að komast í faðm sjálfstæðisflokksins !  Hvers vegna  ?   Eina sem Össur sér eftir í pólitík er dómurinn sem Geir Haarde fékk ??

Björt framtíð er með fólk sem sá þægilega innivinnu á alþingi og sveitarstjórnum !  Hvaða afrek á þetta fólk ? Jú, að koma sjálfstæðisflokknum að völdum !  Hvers vegna ?

Veist um einhver önnur afrek þessa fólks  ?   Það ,,lookar vel"  og kann að tala , hvað meira  ?  

JR (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 13:42

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað er varadekk Samfylkingarinnar Jón Ingi, er kannski sprungið á því??? frown

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.10.2016 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband