Uppreisn í Framsóknarflokknum.

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra segir að ríkisstjórnin hafi það í höndum sér að boða til vetrarþings nái hún ekki að koma mikilvægum málum áfram á þeim vikum sem eftir séu fram að boðuðum kosningum hinn 29. október. Hann er ekki sáttur við að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi ákveðið kjördag með stjórnarandstöðunni í vikunni.

_________________

Það er uppnám í Framsóknarflokknum.

Gunnar Bragi og Vigdís Hauks eru í uppreisnarham ásamt formanni flokksins SDG.

Þetta er nokkuð merkileg staða og fjölmiðlar veita því takmarkaða athygli.

Flokkurinn er í reynd klofinn og þungaviktarmenn, m.a. ráðherrar fara opinberlega í bein átök við varaformann flokksins og forsætisráðherra.

Gunnar Bragi er í reynd málpípa þeirra afla í Framsókn sem kennd eru við Kaupfélag Skagfirðinga og að hann skuli taka þessa afstöðu opinberlega sýnir þeirra hug til kosninga og þeirra atburða sem nú eru að eiga sér stað.

Vigdís virðist vera í einhverjum hefndarhug og notar hvert tækifæri til að gera illt af sér.

Sigmundur Davíð er svo alveg sérstakur kapítuli.

Á meðan reyna ráðherrar að leggja fram frumvörp sem eru greinilega ekkert rædd eða hafa stuðning.

M.a. hefur félagsmálaráðherra boðað frumvarp í fæðingarorlofsmálum sem er nánast samhljóða frumvarpi sem þingmaður Samfylkingarinnar hafur lagt fram.

Í fréttum áðan var reynt að fá nánari upplýsingar um fjármögnun og kostnað við þetta frumvarp en henni tókst að skauta hjá því að svara nokkru til um það, enda líklegt að þessu sé kastað fram nokkuð undirbúningslaust núna og á að taka gildi í lok næsta kjörtímabils.

Margt annað má tína til, en hvað sem öðru líður, það er hver höndin upp á móti annarri í Framsóknarflokknum þessa dagana.

Spennandi tímar framundan þar.

T.d. verður fróðlegt að sjá hvort SDG á einhvern stuðing í NA kjördæmi eftir það sem undan er gengið milli hans og þungaviktarmanna í héraði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband