Dularfullir ævintýrafjárfestar horfa til Íslands.

Læknisfræðitúrismi hefur aldrei gengið,“ segir Kári Stefánsson. „Eina stofnunin í heiminum sem hefur grætt á læknisfræðitúrisma er Mayo Clinic í Bandaríkjunum og það byggir á ótrúlegum competence í læknisfræði. En þar sem menn hafa reynt þetta annars staðar hefur það aldrei gengið.“

__________________

Allir muna Núbó, kínverja sem ætlaði að byggja ævintrýralega ferðamannaparadís í 300 metra hæð yfir sjávarmáli á Grímsstöðum á Fjöllum.

Mörgum þótti þetta ævintýramennska á hæsta stigi og málið dó.

Nú er nýr ævintýramaður mættur til leiks og eins og í Núbómálinu eru ævintýraþyrstir sveitastjórnarmenn til í tuskið.

Mosfellsbær afgreiddi lóð til málsins á methraða.

Engin hugsun, bara peningalöngun að mínu mati.

Ráðherra heilbrigðismála hefur ekkert heyrt af málinu þrátt fyrir fallega mynd af honum með hagsmunaaðilum. Ekki ósvipað og þegar þáverandi forsætisráðherra, SDG lét mynda sig með fjárfestum sem ætluðu að byggja álver og taka orku á NV landi.

Merkilegt hvað sumir stjórnmálamenn eru tilbúnir að stökkva á vafasama fjárfesta og enn vafasamari fjárfestingar.

En satt að segja eru þessi umræddu áform um hundruð milljarða fjárfestingar og innflutning á ríkum útlendingum til lækninga á Mosfelssheiðum í besta falli fráleitar, ef ekki fullkomlega óábyrgar og hættulegar.

Satt að segja held ég að þetta verði skotið niður snarlega eins og Núbó forðum.

Hans áform virka gáfuleg miðað við þessi ósköp.

Hanna Lára hefur tekið þessi mál til skoðunar og ekki lítur þetta gæfulega út miðað við fyrstu skoðun.

Hlekkur á grein Láru Hönnu á Stundinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband