Framsóknarflokkurinn með allt niður um sig ?

Forsvarsmenn Framsóknarflokks hafa ekki viljað tjá sig um fyrirhugaðar breytingar á búvörusamningunum, sem undirritaðir voru í febrúar. Samningarnir eru komnir í uppnám nú eftir að ljóst er að þingið mun ekki samþykkja þá óbreytta.

____________

Framsóknarflokkurinn er í vanda, ekki bara fylgisvanda þar sem hann er að mælast með rúmlega 6% fylgi.

Búvörusamningar Framsóknarflokksins opinbera þá pólitísku spillingu sem þessi flokkur hefur stundað áratugum saman.

Gerðir eru samningar þar sem þjóðin greiðir fyrir óarðbæra framleiðslu, milljarða á milljarða ofan. Samt kostar kíló af lambakjöti augun úr á Íslandi.

Sennilega 10.000 kall kílóið er tekið er með það sem bændur og milliliðir fá af milljörðum úr ríkissjóði.

MS er skilgetið afkvæmi þessarar stefnu, allir vita hvernig þau mál standa.

Framsókn ætlaði að festa þetta í sessi í 12 ár, þrjú kjörtímabil.

Ef þetta er ekki spilling þá er hún ekki til.

Nú er sjávarútvegsráðherra, þessi sem klúðraði utanríkismálunum byrjaður að klúðra í sjávarútveginum og búinn að gera allt vitlaust.

Líka hjá samstarfsflokknum.

Að færa kvóta strandveiða frá Suðurlandi í eigið kjördæmi er ekki að skora hátt hjá sjómönnum og fleirum, nema kannski í NV kjördæmi.

Staða mála hjá Framsókn núna er.

Þeir tjá sig ekki um málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er næstum aðdáunarvert hvað þú getur bullað mikið með þessum útjöskuðu frösum.

    Er það pólitísk spilling að hver hálfviti landsins  sem telji sig umsagnarhæfan um kjör bænda eigi að hafa aðkomu að þessum samningum á meðan flestar aðrar stéttir semja við ríkisvald eða atvinnurekendur án stórra afskifta annara?     Ef þessi gríðarlega þörf margra varðandi það að vera í búvörusamningum er svona knýjandi þá væri nú kannski lágmarkskrafa að þeir sem telja sig hafa þar eitthvað til málanna að leggja reyni að kynna sér örlítið um hvað þeir eru að blaðra.

M.S. er einmitt dæmi um nokkuð sem flestir telja sig vita eitthvað um en þegar þeir tjá sig þá er augljóst að þeir vita nokkurn vegin ekkert um það fyrirbæri.   Hvernig verð hefur lækkað til neytenda á undanförnum árum en þó hækkað til bænda (ólíkt t.d. því hvernig verslunin óskabarn kratanna, hefur hagað sér við svínabændur) Hvernig komið er í veg fyrir að stórar verslanakeðjur (helstu styrktaraðilar kratanna í kosningum) geti hlunnfarið smærri verslanir í krafti stærðar með því að fá ódýrari mjólkurvörur. Von að ykkur jafnaðarmönnum geðjist ekki að slíku, þið viljið jú endilega kyssa svolítið meira á vönd verslunarinnar. 

Svo maður tali nú ekki um skynhelgina gagnvart aðbúnaði dýra hérlendis þegar um leið er uppi krafa um innflutning frá löndum með langtum lakari kröfur um aðbúnað sláturdýra. Nú eða hvernig gengið er að náttúrunni og vatnsbyrgðum erlendis sem og notkun lífshættulegs eiturs og ofnotkun fúkkalyfja í þeim löndum sem skal flutt kjöt inn frá.

Svo er nú það að taka þátt í hnattvæðingunni, það er jú draumur ykkar kratanna, hnattvæðingu sem hefur sýnt sig í að gera hina ríku ríkari en rústa miðstéttinni á vesturlöndum þó jákvætt sé að fátækari löndin rétti hlut sinn, en líklega er það varla sjálfbær þróun ef millistéttin á vesturlöndum hættir að geta keypt iðnaðarvörur frá Asíu vegna eigin fátæktar.

Þetta er ykkur krötum allt algjörlega hulið á meðan þið horfið ofan í budduna og látið ljúga að ykkur ef þið gerið það þá ekki sjálfir.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 01:44

2 identicon

"Er það pólitísk spilling að vera á móti því að hver....."

átti þetta að vera.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.7.2016 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband