Fylgið komið á hreyfingu.

2016 könnun mmrSjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3 prósent fylgi í nýrri könnun MMR en Píratar 24,3%. Sturla Jónsson mælist með 2% og hækkar mikið frá síðustu könnun. Hann andar ofan í hálsmálið á Bjatri framtíð og er nú aðeins tæpu prósentustigi á eftir þeim flokki. Framsókn lækkar um heil fimm prósentustig.

 Nokkur hreyfing er á fylgi flokka í nýrri könnun MMR.

Stóru tíðindin eru að Framsóknarflokkurinn hrynur úr rúmlega 11 % í rúmlega   6 %

Hin stóru tíðindin eru að það er farið að sjá verulega á því fylgi, sem Píratar voru að mælast með, hæst komust þeir í 35% +. Nú hefur það lækkað um 11% og kannski tengist það vandræðagangi þeirra við hin praktísku atriði.

Listinn í NA kjördæmi er ekki sérlega kjörvænn með eina konu í átta efstu og afar litla þátttöku og áhuga á því sem þeir voru að gera. Kannski eru kannanir að ofmeta raunverulega stöðu flokksins ? Hver veit.

Hver er ástæðan að Framsókn hrynur, ekki gott að segja en hægt að tengja það að SDG birtist á ný og ætlar sér að vera formaður áfram. Ekki verra gisk en hvað annað.

Björt framtíð virðist vera dæmd til að hverfa af þingi, lítið fylgi rýrnar enn.

Sjálfstæðisflokkurinn er að skrölta við sín 25% og haggast lítið þaðan.

Eftir gott stökk Viðreisnar virðist sú þróun hafa stöðvast samstundis og þeir eru að mælast með 6% rétt slefa mönnum á þing samkvæmt því.

VG og Samfó síga rólega uppávið, en rólegt er það hjá Samfylkingunni,þó breyting frá því sem áður var að falla í hverri könnuninni á fætur annarri.

Hvernig ríkisstjórn væri svo hægt að mynda með þessa stöðu eru svo skemmtilegar pælingar ? Kannski lægi beinast við að Sjálfstæðisflokkur og Píratar mynduðu stjórn. Þeir eru stærstir núna.

Það yrði þó að verða á breyting með Píratana sem virðast stefna að því að setja eingöngu óreynt fólk í ráðherrastöður og láta síðan kjósa aftur eftir skamma setu.

Ekki alveg víst að valdaflokkurinn væri tilbúinn í svoleiðis kokkerí.

Fjörugir tímar framundan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband