Heimssýn fylgist ekki með fréttum.

Heims­sýn, hreyf­ing sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um,seg­ir niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um út­göngu Breta úr ESB sýna í hnot­skurn hinn mikla vanda sem ESB á við að etja. Mik­il óánægja sé um alla Evr­ópu með ým­is­legt í þróun Evr­ópu­sam­bands­ins, ekki síst vegna þess samruna sem hafi átt sér stað og þess að völd hafi í æ rík­ara mæli verið flutt frá þjóðríkj­un­um til stofn­ana ESB í Brus­sel.

_______________

Jón Bjarnason og afturhaldfélagar hans í Heimsksýn fylgjast ekki með fréttum.

Öllum er ljóst að vandinn er ekki ESB og að Bretland skaut sig í fótinn.

Stærstu málsvarar útgöngu Bretlands eru nú flúnir af hólmi og þora ekki og geta ekki tekist á við afleiðingar mistaka sinna.

Reyndar halda margir því fram að Bretar leiti nú logandi ljósi eftir að sleppa úr þessari prísund og hunsa þjóðaratkvæðið.

Það er staðreynd að á Bretlandi beittu andstæðingar ESB lygi og ómerkilegum málflutningi til að blekkja kjósendur til fylgilags við afturhald og þjóðrembustefnu sína.

Það tókst með naumum meirihluta og vandinn er Bretlands.

Heimskýn beitir sömu meðölum, hræðsluáróður, hálfsannleikur, lygi.

Allt er réttlætanlegt í þeirra augum.

Samt er svolítið skemmtilegt að sjá að þeir kalla eftir að umsókn verði dregin til baka .

Var ekki búið að því Jón Bjarnason og félagar cool

Auðvitað var ekki búið að því þó ráðherra aulaðist til að senda bréf.

Það er Alþingi sem þarf að ákveða þetta með meirihluta atkvæða.

Sá meirihluti er ekki til staðar þó svo Framsókn og Sjöllum langaði mest til að svíkja kosningaloforð sín um að þjóðin réði.

ESB umsókn Íslands er í fullu gildi og bíður þess að gefið verði grænt ljós á áframhaldið.

 

 

 


mbl.is Umsókn Íslands verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ættir kannski sjálfur að kynna þér staðreyndir málsins áður en þú gerist svo dónalegur að saka annað fólk um heimsku. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu sjálfu er Ísland alls ekki meðal þeirra ríkja sem sækjast eftir aðild að því. Á vef framkvæmdastjórnar ESB er meira að segja sérstaklega tekið fram að Ísland sé ekki umsóknarríki.

Lestu þér nú til gagns, sértu fær um það á annað borð: http://ec.europa.eu/enlargement/countries/check-current-status/index_en.htm

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2016 kl. 13:43

2 identicon

 Guðmundur, þessi síða hér veldur mér miklum áhyggjum. Hér eru margir kaflar opnir og mörgum lokað bara til bráðabrigða:

http://ec.europa.eu/enlargement/countries/detailed-country-information/iceland/index_en.htm

Það er eins og ESB bíði ákaft eftir nýrri íslenzkri vinstrisinnaðri quislingastjórn. Það er verulega brýnt að Alþingi dragi umsóknina formlega tilbaka, þrátt fyrir væntanlegan vingulhátt Sjálfstæðisflokksins í þessu máli.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 21:02

3 identicon

Brexit hefur gefið Austurríkismönnum kjark til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB:

https://www.rt.com/news/271279-austria-petition-eu-exit/

Fleiri þjóðir munu fylgja á eftir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 21:33

4 identicon

Ég var víst dálítið fljótfær því að þetta er ekki ný frétt, heldur frá 2015. Þetta sýnir samt hvað það hefur verið mikill urgur í þjóðum aðildarríkjanna og óánægja með ESB.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 21:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Pétur. Þessi síða sem þú vísar til inniheldur eingöngu sögulegar upplýsingar um það sem þegar er búið að gera í því aðlögunarferli sem átti sér stað frá því að Jóhanna og Össur sóttu um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 þar til að það ferli var sett í biðstöðu árið 2013 og því svo hætt alfarið árið 2015 eins og kemur einnig fram á þessari síðu. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því þó að þessar sögulegu staðreyndir séu birtar á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar, ekki síst í ljósi þess að ESB hefur sjálft sett frekari stækkun sambandsins í biðstöðu vegna þeirra miklu vandamála sem að því steðja bæði á sviði efnahagsmála og innflytjendamála. Það sem væri fyrst og fremst áhyggjuefni af þessum toga myndi vera ef hér á landi kæmust til valda öfl sem hefðu það að markmiði að grafa undan stjórnarskrárvörðu fullveldi Íslands, en það getum við kjósendur sem betur fer komið í veg fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2016 kl. 22:28

6 identicon

Jón Ingi skrifar:

"Það er staðreynd að á Bretlandi beittu andstæðingar ESB lygi og ómerkilegum málflutningi til að blekkja kjósendur ..."

Þetta er ekki staðreynd, Jón Ingi, þetta er helber uppspuni, þessu er öfugt farið. Remain-liðið laug öllu um afleiðingar Brexits, alveg eins og dönsku EU-sinnarnir lugu að dönskum kjósendum bæði þegar kosið var um Maastrict-sáttmálann og síðar um evruna, og alveg eins og norsku EU-sinnarnir lugu að norskum kjósendum þegar Norðmenn kusu um aðild. Hlustum í þessum umræðuþætti á fyrrv. norskan ráðherra, þegar hún útskýrir hvernig þessar lygar voru: https://www.youtube.com/watch?v=tXX71EKDKiY  Á meðan á umræðunum stendur byrjar brezkur Remain-sinni að ljúga því, að Noregur verði að innleiða 70% af reglum EU, sem er lygi. 

Það er ekki hægt að segja þetta öðruvísi en að ESB-sinnar eru atvinnulygarar, bæði í Bretlandi, Noregi, Danmörku og Íslandi. Ég get ekki sagt þetta á kurteisislegri hátt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 818777

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband