Skynsemi að aukast í umhverfismálum á Íslandi.

220 kv lína Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur stöðvað lagn­ingu 220 kV há­spennu­línu í lofti um Leir­hnjúks­hraun. Land­vernd og Fjör­egg kærðu í maí sl. fram­kvæmda­leyfi Skútustaðahrepps til lagn­ing­ar loftlín­unn­ar Kröflu­línu 4 frá Kröflu að Þreistareykj­um.

 

 

 Mjög áhugaverð staða. Úrskurðarnefnd stöðvar framkvæmdir meðan kæran er til umfjöllunar.

Ef til vill er líðinn sá tími þegar orkufyrirtækin gátu haft sína hentisemi og öll mál voru úrskurðuð þeim í hag.

Það er ekki útséð með hvaða afgreiðslu þessa máls fær, en vonandi er kominn sá tími að náttúran fái notið vafans.

Svona línulögn óneitanlega eyðileggur ásýnd svæðis eins og þarna er.

Ósnortin náttúra og ómenguð víðátta.

Svona línuskógur á ekkert erindi inn á slíkt svæði að mínu mati og vonandi verða lagðar þær skyldur á Landsnet að leita annarra leiða.

Því miður höfðu bæjaryfirvöld á Akureyri ekki þá sýn þegar ákveðið var að eyðileggja ásýnd Glerárgils og skessukatla þar með því að taka Glerána í rör og veita smáfyrirtæki veiðileyfi á dalinn.

Sennilega hefur þó tekist að koma í veg fyrir svona línulögn yfir mynni Glerárdals og yfir Eyjafjarðardal sunnan flugvallar.

Nákvæmlega sambærilegt mál er í vinnslu við Svartá og þar á að gera sambærilega hluti við Svartána eins og bæjaryfirvöld á Akureyri ákváðu með Norðurorku að skemma fólkvanginn á Glerárdal.

Sem betur fer þá er farið að örla á nýrri hugsun í umverfismálum og betur að fyrr hefði verið.

Vonandi hafa menn bein í nefinu til að stíga inn í 21 öldina, það er ekki of seint.


mbl.is Stöðva lagningu Kröflulínu 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband