Íhaldsamir eftirlaunaþegar eins og Ólafur Ragnar Grímsson

2016 gamla fólkiðFyr­ir það fyrsta er þessi niðurstaða al­var­leg­asta áfall sem for­ystu­sveit Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur orðið fyr­ir um langa hríð,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, í sam­tali við mbl.is um niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í Bretlandi í gær þar sem meiri­hluti breskra kjós­enda greiddu at­kvæði með því að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið.

_________________

Það var gamla fólki í Bretlandi, gamla íhaldssama fólkið, sem kaus æsku Bretlands frá Evrópu.

Jafnaldrar forsetans, tóku sér það vald að senda yngri kynslóðir Breta út í óvissuna.

Auðvitað verður maður þröngsýnn og afturhaldssamur þegar kemur að því að maður kemst á seinni hluta ævinnar.

Það sést auðvitað vel á ÓRG sem hefur ekki náð að þróast neitt síðustu áratugi, enn gamli þröngsýni komminn.

Það var fólkið frá fimmtugu og uppúr sem vildi út, yngra fólkið situr síðan uppi með þessar afleiðingar næstu áratugi í verri lífskjörum og áhrifaleysi.

En ÓRG fær tækifæri til að reifa afturhaldsamar skoðanir sínar í tengslum við þetta áfall Bresku þjóðarinnar, sem eldri borgarar þess lands gáfu ófæddum Bretum í vöggugjöf.

 


mbl.is Mjög góð tíðindi fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ertu með þessu að segja, Jón Ingi, að unga fólkið viti ekki hvað lýðræði er?
Að auki er þetta unga fólk ekkert að fara frá Evrópu - en hugsanlega ESB.

Kolbrún Hilmars, 24.6.2016 kl. 18:20

2 Smámynd: Aztec

Jón Ingi og aðrir ESB-öfgasinnar eru auðvitað í algjöru áfalli yfir þessum gleðilegu tíðindum og vonandi læra þeir sína lexíu, en það er samt vafasamt, því að heilaþvottur Samfylkingarinnar hefur bitið sig fastan eins og heilaæxli. Og það er rétt hjá þér, Kolbrún, Jón Ingi ruglar saman Evrópu og ESB, sem eru tveir ólíkir hlutir.

Það sem ófæddir Bretar hafa nú fengið í vöggugjöf er frelsi frá áþján og kúgun. Niðurstaðan er að Ólafur Ragnar er alveg með þetta á hreinu, meðan Jón Ingi hefur rangt fyrir sér.

Aztec, 24.6.2016 kl. 18:34

3 Smámynd: halkatla

Þó að þú hafir forheimskast með aldrinum þá hefur Ólafur Ragnar ekki gert það. Hvernig væri að kynna sér hlutina og hvað er búið að vera í gangi í UK og Evrópu? Óþolandi hvernig fólk getur látið, einsog unga fólkið hafi almennt eitthvað vit á svona löguðu, jú jú eitthvað hlutfall meðal þeirra hafði það og kaus ÚT, afgangurinn er bara heilaþveginn og vitlaus og kaus eftir því.

halkatla, 24.6.2016 kl. 19:09

4 identicon

Tilefni dagsins og forsetakosninganna á Íslandi á morgun leyfi ég mér að senda link á grein eftir mig ,, Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið''

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/802288/

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband