Mesta umhverfisslys í sögu landsins.

Kárahnjúkavirkjun var hafnað en þá voru ofbeldismenn við völd á Íslandi. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þeir fylgdu engum leikreglum og sniðgengu bæði vísindalegar og lýðræðislegar leikreglur. Siv Friðleifsdóttir sneri úrskurðinum við. Virkjunar og framkvæmdamenn, ASÍ og aðrir voru full sáttir við að þannig væri landinu stjórnað. Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart,

( Pressan 2013 )

Árið 2013 var þessi frétt í Pressunni.

Þar rifjar Andri Snær upp gerð Kárahnjúkavirkjunar og það risavaxna umhverfisslys sem gerð hennar hefur valdið á Héraði og nágrenni.

Um þetta umhverfisslys, ef slys ætti að kalla, hefur ríkt sannkölluð grafarþögn.

Auðvitað var þetta ekki slys, þetta var vísvitandi gjörningur, framkvæmdur af skammsýnum og gráðugum stjórnmálamönnum sem tók engu tali, þótt þeim væri sannarlega bent á áhættuna.

Lagarfljót er dautt, Fjótsdalur og Hérað eru ekki söm og atburðarás við ströndina liggur í þangargildi.

Nú er einn þessara stjórnmálamanna í framboði til forseta og skemmtilegt að þar skuli þeir hittast, greinarhöfundur og stjórnmálamaðurinn fyrrverandi, einn af helstu ábyrgðarmönnum græðgisvæðingar Íslands..

Það gæti gefið tilefni til fjörugra umræðna.

En ætli við höfum lært eitthvað af þessum ábyrgðarlausa gjörningi ?

Vonandi.

En öruggglega ekki stjórnmálamaðurinn fyrrverandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Umhverfisslys er það helst að menn urðu til, Jón Ingi Gæsarson.

Þar áður löptu tegundir jarða vatn úr pollum tjörnum og lækjum, en nú er það  sötrað af flöskum og glösum, jafnvel með ýmsu vafasömu í  blandi.

En til þess að vatn geti sprautast um eldhús og baðherbergi svo skolast megi af þér svitinn, sem og skítinn  af bílnum þínum, þá þarf allnokkuð til þess að þessar einföldu athafnir  séu framkvæmanlegar snöggt og skilvirkt. 

Það þarf dælur og þær þurfa orku og við erum svo heppinn að eiga líka vatn til að framleiða rafmagn á pumpurnar.  Það verður ekki bæði haft og sparað Jón Ingi Gæsarson.

Átrúnaðar goð þitt, Andri Snær veit ekkert um það, hvað það er að berjast fyrir lífinu, hann hefur bara flotið og gerir það væntan lega þar til sekkur.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.5.2016 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband