23.5.2016 | 15:55
Mannúðin sigraði - en naumlega þó.
Flest benti til að í fyrsta sinn í áratugi kæmist hægri öfgamaður til valda í Vestur Evrópu.
Að lokinni talningu atkvæða á kjörstað hafði Hofer, sem er hægri öfgamaður af verri gerðinni forskot.
Það forskot hvarf við talningu atkvæða utan kjörfundar sem verður líklega að teljast ánægjuleg úrslit fyrir mannúð og skynsemi.
En naumt var það 50,2% - 49,8%
Van Bellen græningi vann þar með kosningar í Austurríki.
Gömlu valdaflokkarnir studdu Van Bellen og hvöttu kjósendur sína til að mæta á kjörstað og kjósa hann.
Það tókst og hægri öfgamaður náði ekki kjöri í Vestur Evrópu, í bili.
Þróun mála er sannarlega uggvænleg, jafnaðarmenn og hófsamir hægri menn eiga undir högg að sækja víða og öfgaöflin sækja í sig veðrið.
Hvert sú þróun leiðir okkur er stóra spurningin, en ljóst að ef þeir ná fótfestu mun sú Evrópa sem við höfum þekkt síðustu áratugi líða undir lok og ástandið verða eins og það var fyrir seinna stríð.
Stöðugleikinn mun hverfa og hætta á styrjöldum aukast.
Hluti af þessari þróun er að tala niður ESB og sjá þeim samtökum allt til foráttu.
Þó þessi úrslit hafi orðið núna í Austurríki gæti það aðeins verið tímaspursmál hvenær það gerist að skoðanbræður Hitlers, Mussolínis, Frankós og fleiri komast til valda á ný.
Það eru sannarlega vond tíðindi fyrir börnin okkar.
Hofer játar sig sigraðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eiginlega studdi aðeins annar af gömlu flokkunum (sósíalistar SPÖ) hann af heilum hug. Hinn (ÖVP sem er hliðstæða Sjálfstæðisflokksins) var tvístígandi og mikið af þeirra kjósendum kaus Hofer.
Einar Steinsson, 23.5.2016 kl. 16:06
Sorgleg kosningaúrslit í Austurríki ef þessar tölur haldast og Austurríkismenn eiga eftir að iðrast þess að hafa ekki þjóðina númer eitt í staðinn fyrir pólitíkina.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 23.5.2016 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.